Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 244
236
Ritfregnir
Skímir
ana koma fyrir ekki, hann snarast út og skellir hurð. Þá kemur eintal
móðurinnar og hréfið. „Það er hérna innan í biblíunni". Merkilegt, að
hún skyldi vera til á heimilinu! Bréfið fræðir um það, að þetta með arf-
inn var eintóm blekking. Jæja. Það má kalla þetta hvað sem hver vill, en
leikrit er það ekki.
Sigurjón Jónsson sendi frá sér Tvö leikrit seint á árinu 1950 á forlagi
Iðunnarútgáfu. Þetta eru þó leikrit að formi og framsetningu, hvað sem
öðru líður. Samt öfunda ég ekki þann leikstjóra, sem ætti að sviðsetja
leikritin, eða leikarana, sem ættu að íklæða persónumar holdi og blóði.
Fyrra leikritið, Þiðrandi, sem dísir drápu, sjónleikur í þremur þáttum,
er kynlegt sambland af fomaldar-rómantík og nýtízkulegri draumspeki,
piprað með draumvísum, sem maður veit ekki, hvort taka á alvarlega:
Sólarloga seljur
sverja dreng að verja,
róður hátt upp reiða
róstuprúðar ljósta.
„Róstuprúðar" er alveg kostulegt á þessum stað, en það er mikið til
sama, hvar gripið er niður, allt er útflúrað „mærðar timbur" og tilgangur
höfundar næsta óljós. I lokin koma fram tvær griðkonur, sem breyta þess-
um harmleik fljótt og vel í rakinn gamanleik. Þær krjúpa niður og kyssa
lík Þiðranda, önnur stendur strax upp aftur og gengur út á tún. Hin spyr:
Hann á að búast til haugfarar. Hvert ætlar þú? Sú, sem er komin út á
tún, svarar: Ég týndi sverðinu, sem ég hafði úti á túni í kvöld. Ég ætla
að sækja það og lauma því aftur á sinn stað. -— Tjaldið. — Eitt lítið orð
litar ótrúlega út fré sér, þegar það er notað á röngum stað.
Svipað hendir höfundinn í hinu leikritinu, Brennuvarginum, sem er
þó öllu tilþrifameira. Sturla er stórgallaður, illa upp alinn sonur sýslu-
mannsins í Krubbsvík; Rannveig, heitmey hans frá fyrri tíð, nú læknis-
frú á sama stað; aðrar persónur, en þær skipta tugum, koma málinu svo
sem ekkert við. Harmleiksefnið er nú þetta gamla, að syndir feðranna
koma niður á börnunum. Þó að faðir Sturlu sé hrotti og allt annað en
heiðursmaður, er lífsins ómögulegt að kenna honum um brennuvargsæði
drengsins. Þetta hefur höfundurinn einhvern veginn á tilfinningunni, því
að í þriðja þætti kemst Rannveig að þeirri merkilegu niðurstöðu, að eigin-
lega sé allt henni að kenna. Og þó er enn þá dýpra á þessu. Faðir hennar,
grandvar maður að öðru leyti, hafði misséð sig á sjóði og gat ekki borgað,
þá hafði hún „selt sig“ lækninum og þar með svikið Sturlu. Þátturinn
endar á þessum orðaskiptum:
Sturla: Ekkert er eins dásamlegt og eldurinn.
Rannveig: Guð minn góður, hjálpa þú okkur!
Sturla (viðutan. Heldur á dagblaði, sem hann hefur kveikt í. Horfir
á logann, eins og dáleiddur): Eldurinn er voldugastur af öllu. — Hann