Skírnir - 01.01.1951, Qupperneq 245
Skírnir Ritfregnir 237
rekur óttann á flótta. Hann rekur allt hið illa á flótta og hreinsar,
hreinsar.
Rannveig (við sjálfa sig): Er þetta mér að kenna? Hvað hef ég gert,
Ö, pabbi, því stalstu? Ó, pabbi minn! Því stalstu!
Tjaldið.
Jú, og til þess nú að enginn misskilji þessi þáttarlok, lýkur höfundur
sjónleiknum með þessum ægilegu orðum Rannveigar, sem ég vildi gefa
mikið til að heyra einhverja leikkonu fara með:
Rannveig: Hví þetta hyldýpis hörmunga myrkur? — Hvað hef ég gert?
— Og svo seldi ég mig. — En faðir minn. Hvað gerði hann? Hvað gerði
hann? Ó, hvað gerði hann? —
Æpir eins hátt og hún orkar: J)
Hann STAL!
Þögn. Skugginn umhverfis Rannveigu stækkar og stækkar. — Kolsvart
myrkur yfir öllu sviðinu.
Tjaldið.
Það er í sannleika mjótt á milli harmleiksins og grínleiksins, þegar
svona er haldið á spilunum.
Manni stórléttir að hvarfla huganum norður í Eyjafjörð til þeirra frænd-
systkina, Kristínar Sigfúsdóttur og Páls Árdals, en verk þeirra beggja hafa
komið út þessi árin í mjög vönduðum útgáfum, Rit Kristínar Sigfúsdótt-
ur I.—III. bindi hjá Isafoldarprentsmiðju, 1949—Sl, og eru leikritin í
þriðja og síðasta bindinu, Ljóðmæli og leikrit Páls J. Árdals hjá Róka-
útgáfunni Norðra, 1951.
Leikrit Kristínar, Tengdamamma og Óskastundin, eru landsfleyg fyr-
ir löngu og engin ástæða til þess að ræða um þau hér, en Melkorka, sjón-
leikur í fimm þáttum, er nýtt verk skáldkonunnar, sem hefur ekki birzt
áður. Eins og nafnið bendir til, ræðir hér um Laxdælu-leikrit, og þegar
af þeirri ástæðu er efnið varhugavert. 1 allri orðfæð sinni dregur sagan
upp ógleymanlega mynd af hinni írsku konungsdóttur og ambátt. Ef
myndfyllingin á ekki að verða til leiðinda, þarf sannarlega skáld að fara
höndum um hina fornu sögu. Kristínu tekst ekki að reisa Melkorku þann
minnisvarða, sem vér hefðum kosið og hún hefur fyrst og fremst sjálf séð
rísa upp yfir aldirnar, en svo vel hefur hún samt blandað geði við Mel-
korku, að hún hefur gefið henni nokkuð af sjáandi síns auga og hita sins
geðs eða nóg til þess, að persónan ætti að geta íklæðzt holdi og blóði á
leiksviði. Höskuldur er aftur persóna sjálfri sér ónóg, og er það ókostur.
1 fyrsta bindi ritanna eru ljómandi fallegar bernskuminningar, / föSur-
garSi, sem bregða hlýrri birtu yfir persónu og dáð sjaldgæfrar konu.
1) Leiðbeining höfundar, ekki mín. L.S.