Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 246
238
Ritfregnir
Skimir
Leikrit Páls Árdals eru ekki síður þekkt um, land allt en leikrit Krist-
ínar. 1 safninu eru sjö leikrit hans, en þrjú þeirra hef ég ekki séð áður á
prenti, þ. e. Skjaldvör tröllkona, Saklaus og slægur og Á glapstigum.
Ekki rísa þessi leikrit hátt í leikbókmenntum vorum, en þau eru, eins og
önnur leikrit Páls, vel sýningarhæf og geta veitt góða skemmtun í bæ sem
byggð, þar sem ungt fólk kemur saman til að leika sjálfu sér til yndis
og öðrum til ánægju. Dóttursonur Páls, Steingrimur prófessor Þorsteins-
son, á þakkir skilið fyrir ítarlegan og greinargóðan formála um ritverk
Páls og ævi framan við safnið.
L.S.
Jakob Thorarensen: Hríninætur. Kvæði. Helgafell. Reykjavík 1951.
Já, hvort skal nú heldur eftir öld,
að auðn og nauð fari þá með völd
í menguðum geimi og hálfdauðum heimi,
eða heiðara líf með fegri skjöld?
Þessi spuming smýgur inn í hjarta margra eftir styrjaldarlokin, og svo
spyr skáldið. Grunurinn um þetta læðist eins og haustnæðingur inn um
gættir, næturnar em hrollkaldar; þegar út kemur að morgni, skekur skáld-
ið hrím af tjaldi eins og Kormakur forðum.
En skáldið hefur orku í geði, alinn upp við harðbýli þessa norðlæga
lands og fátækt útsoginnar þjóðar. Baráttan við óblíð náttúmöfl kenndi
þeim að standa fast fyrir, eins og skáldið kveður um Hornstrandafjöll
í einu bezta kvæði bókarinnar:
Fast gegn öllum feiknum standa
fjöllin, hvergi gneyp,
Dumbshaf þó að hauðri haldi
helzti kaldri greip.
Isar, þokur, úrgir vindar
eiga gráa leikinn hér,
langt of oft sem eygló blindar,
urgur líka í norðurver.
Slikt kennir að bregða sé ekki við voveifleg tíðindi, loka ekki augunum
fyrir ógnunum, enda æðrast ekki.
En það er ekki festan, sem hefur einkennt þjóðlíf íslendinga undan-
farinn áratug, og margur spyr, hvort æskan, þ. e. þjóðin, muni standast
upplausnaröflin, sem alstaðar leita á. Skáldið horfir á þetta, athugult,
spumlt. Víða er hugsunin um þetta undiraldan, t. d. í enn öðm kvæði,
sem er meðal hinna beztu í bókinni: Eyðibærinn, um fyrirbrigði, sem því
miður hefur verið of algengt undanfarið (hver veit nema það sé að breyt-
ast). í þessu kvæði segir m. a. svo: