Skírnir - 01.01.1951, Page 247
Skírnir
Ritfregnir
239
Það ýlir í rifum við skör og skjá:
Æ, skelfing er að mér sorfið.
Hvar er fjör það og lif, er hér fyrrum sá,
eða fólkið mitt allt? — Það er horfið.
Mig undrar, hvað gerist öldin löt,
hér umvefur grasið hól og flöt,
en hreyfð er ei hrífan né orfið.
Þó að Jakob Thorarensen sé annað tamara en mæla orðin klökk eða
„sykur skafa“, þá eru vitanlega fleiri hljómar í hörpu hans. Engan undr-
ar að finna hér glettna glampa eins og fyrrum, stundum með ádeilu
eða glotti, stundum góðlátlega. Og enn sem fyrr á það, sem er heilt og
ósvikið, hug hans allan, og hann fyrirlítur lygina og yfirdrepskapinn,
glysið og prjálið.
Af kvæðum um kvenþjóðina skal ég nefna tvö, Húsfreyjuhróður, um
hið auglýsingarlausa starf húsmóðurinnar, og hið merkilega kvæði Frú
allra frúa.
Nú á tímum er það víst ekki í tízku að yrkja um ættjörðina, rétt eins
og örlög hennar skipti þá ekki svo miklu. Flest hinna yngri skálda virð-
ast önnum kafin að tjá sig, sumir mega ekki einu sinni vera að því að
yrkja tjáningar sinar. Jakob Thorarensen er ekki hafinn upp yfir að
yrkja Islandsstef. Þar kveður skáldið:
Og nú, er fer þú, fóstran mæta,
að feta nýjan stig,
þá láttu ei tímans hlym né hraða
heimska og villa þig.
E. 0. S.
Ulrike Sprenger: Praesens historicum und Praeteritum in der alt-
isliindischcn Saga. Ein Beitrag zur Frage Freiprosa-Buchprosa. Basel 1951.
Heiti þessarar bókar lofar meiru en textinn efnir; hún er hvorki heildar-
yfirlit um notkun sögulegrar nútíðar í Islendinga sögum né heldur legg-
ur h>'m fram neinn verulegan skerf til skilnings á gamla deilumálinu um
arfsagnir og bóksögur.
Höf. tekur til athugunar annars vegar Heiðarvíga sögu, Gísla sögu
Súrssonar og Hænsa-Þóris sögu — elztu söguna og tvær miðlungsgamlar
sögur að því er hún telur — hins vegar „bóksögurnar", Egils sögu, Eyr-
byggju, Laxdælu, Njálu og Grettlu. Tilgangurinn er að lýsa því hvernig
söguleg nútið og þátíð í frásögn sé notuð í þessum ritum og siðan skýra
hvernig á skiptingu tíðanna standi. 1 sem fæstum orðum eru niðurstöður
höf. þær að í þremur fyrrnefndu sögunum sé söguleg nútið aðaltíð frá-
sagnarinnar, en í hinum sé það þátíð (Laxdæla hefur þó nokkra sérstöðu,
sem höf. gefst upp við aðl skýra). Höf. telur að alls staðar þar sem aðal-