Skírnir - 01.01.1951, Side 248
240
Ritfregnir
Skímir
tíðin sé ekki notuð, sé um að ræða sérstakt stilbrigði sem hafi ákveðna
merkingu, þ. e. að þátíð i fyrri hópnum og söguleg nútíð í hinum síðari
merki ávallt eitthvað sérstakt. Þetta er rakið í einstökum atriðum í Heið-
arvíga sögu einni — úr hinum eru aðeins tekin einstök dæmi — og
verður ekki sagt að röksemdafærslan sé sannfærandi. Þó að sumar athug-
anir höfundar séu skynsamlegar er kerfið svo þröngt að dæmunum verð-
ur ekki skipað í það nema með alls konar flóknum útskýringum sem
stappa stundum ískyggilega nærri hártogunum.
Höf. reiknast svo til að hlutföllin milli sögulegrar nútíðar og þátiðar
í Heiðarv. s. séu nánast 2:1, en af því leiðir að taisvert víða þarf skýr-
inga við. Aðeins eitt atriði skal nefnt. Hér um bil fimmtungur allra dæm-
anna um sögulega nútíð eru sagnirnar: segja, svara, spyrja, kveða; segja
og svara koma næstum eingöngu fyrir í nútíð, spyrja álíka oft í nút. og
þát., en kveða miklu oftar í þátíð. Við það bætist að sögnin mæla kemur
næstum eingöngu fyrir í þát. (aðeins eitt dæmi í nút.). Nú veit hver
maður sem eitthvað hefur fengizt við handrit að vitnisburður þeirra um
einmitt þessar sagnir er oftast nær harla valtur, því að orðmyndir eins og
segir, svarar o. s. frv. eru venjulega skammstafaðar á þann veg að torvelt
er að ákveða með vissu hvort úr þeim skuli lesa nút. eða þát., enda er
það oft mjög á reiki í handritum sömu sögu. Öll tölvísi um þessar sagnir
er því reist á sandi. Tilraunir höf. til að sýna merkingarmun á nút. og
þát. þessara sagna verða líka býsna vandræðalegar, eða þá að alveg er
gengið fram hjá dæmum sem torvelt er að koma í básana. T. d. nefnir
höf. ekki þetta dæmi í Heiðarvíga s. (Isl. fornr. III 292): „kveðjask þeir
ok spurðusk at tíðendum"; um ,spurðusk‘ í þessu dæmi má vissulega
segja með orðum höf. að það er „etwas ganz Gewöhnliches“, „wie man
das bei einer solchen Gelegenheit tut“ (alveg venjulegur hlutur, eins og
menn gera við þess háttar tækifæri; bls. 27, sagt til skýringar á tveimur
dæmum um ,spyrr‘). Þannig væri vandalaust að tína til fjölda dæma.
Engin bein skýring er á því gefin hvers vegna sögurnar þrjár sem
nefndar voru í fyrri hópnum urðu fyrir vali höf., en það verður ef til
vill skiljanlegt af ályktunum þeim sem hún dregur af rannsókn sinni.
Meginályktunin er sú að söguleg nútíð sé stíleinkenni munnlegrar frá-
sagnar, og þær sögur sem noti hana að aðaltíð séu skráðar beint eftir
munnlegum arfsögnum en ekki samdar bóksögur. Þó að viðurkenndur
væri fyrri liður þessarar ályktunar, leiðir engan veginn af því að sá síð-
ari sé réttur, og er þarflaust að eyða að því mörgum orðum. Nú ræðir
höf. harla lítið um rannsóknir fræðimanna á uppruna og aldri Islendinga
sagna, virðist einkum hallast að kenningum Heuslers, en lítur bersýnilega
svo á að á þessari rannsókn sinni sé óhætt að byggja öruggt tímatal sagn-
anna, svo og greiningu þeirra í bóksögur og arfsagnir.
En þetta eru næsta haldlítil rök hvemig sem á þau er litið. 1 fyrsta
lagi er öll rannsóknin of laus í reipunum og nær of skammt. Höf. gefur
í skyn (bls. 58 og 67) að hlutföllin milli sögulegrar nútíðar og þátíðar