Skírnir - 01.01.1951, Page 249
Skírnir
Ritfregnir
241
í frásögn séu hin sömu í Gísla sögu og Hænsa-Þóris sögu sem talin voru
í Heiðarvíga sögu. Þetta er rangt; í þessum tveimur sögum er hlutfallið
nánast 3:2. Að vísu skiptir þetta ekki öllu máli, en hefði þó mátt nefna.
Hins vegar má benda á að t. d. í Bandamanna s. er hlutfallið miklu nær
Heiðarviga s., eða nánast 8:3, en aftur í Bjarnar s. Hítdælakappa nánast
5:12 og i Fóstbræðra s. nánast 11:12. Verður þá dálítið erfitt að sjá
hvernig þessum sögum yrði skipað eftir kokkabók höfundar.
Hér er ekki ástæða til að ræða þessa hlið málsins frekara. Niðurstöður
höf. eru alltof auðkeyptar. Svo flókið mál sem aldur og uppruni Islend-
inga sagna verður ekki leyst með athugun á einu stíleinkenni. Og það er
með öllu óvísindaleg aðferð að ganga þegjandi fram hjá þeim rannsókn-
um sem gerðar hafa verið síðustu árin, hvort sem það stafar af vanþekk-
ingu eða er gert af ráðnum hug. Höf. nefnir sjaldan tímasetningar ann-
arra manna á einstökum sögum; þó getur hún þess t. d. að Jan de Vries
telji Hænsa-Þóris s. ritaða 1250—70, en lætur þess ógetið að de Vries
tekur þessa tímasetningu eftir Sigurði Nordal, og höf. hafnar henni um-
svifalaust án þess að færa að því önnur rök en tölvísi sína. Röksemdir
Nordals eru hvergi nefndar. Höf. vitnar þó í íslenzk fornrit um Hænsa-
Þóris s., en bæði þetta atriði og ýmis önnur benda til þess að hún hafi
annaðhvort ekki lesið formálana til gagns eða taki ekki mark á þeim.
Sögumar sem hún tekur til meðferðar eru allar gefnar út í ísl. fornr.
nema Njála, en þó er ekki vitnað í Isl. fomr. nema um Heiðarvíga s.,
Hænsa-Þóris s. og Egils s. Svipað er að segja um önnur rit siðari ára
um Islendinga sögur. Ritgerðir og bækur íslenzkra manna og norrænna
eru ekki nefndar, nema bók Liestöls um uppmna Islendinga sagna (vitn-
að i ensku útgáfuna).
Það er góðra gjalda vert þegar erlendir fræðimenn velja sér íslenzk
rannsóknarefni. En til þess að slíkar rannsóknir komi að liði verður að
krefjast þess að þeir sem við þær fást kynni sér verkefnið og það sem
um það hefur verið ritað svo rækilega að athuganir þeirra og niðurstöður
séu reistar á sæmilega traustum gmndvelli. Annars er hætt við að þess
konar rannsóknir verði fimbulfamb út i bláinn.
Jakob Benediktsson.
Snorri Sturluson: Heiniskringla III. Bjarni ASalbjarnarson gaf út.
Hið íslenzka fomritafélag. Reykjavík 1951. [Isl. fornrit, XXVIII. bindi.]
Framar í þessum ritfregnum hefur verið sagt nokkuð frá næstsíðasta
bindi Islenzkra fornnta. Hér vil ég hnýta aftan við fám orðum um síð-
asta bindið, þriðja bindi Heimskringlu í útgáfu dr. Bjarna Aðalbjamar-
sonar. Um fyrri bindi þess rits hefur áður verið getið í Skírni nokkuð
vandlega, og verður þá látið sitja við styttra mál í þetta sinn.
Fomritafélagið hefur hingað til lagt mesta stund á útgáfu íslendinga-
sagna, og er lokið meiri háttar sögum úr Vestfirðinga-, Norðlendinga- og
Austfirðingafjórðungi, þegar frá er talið eitt bindi eyfirzkra sagna. Eftir
16