Skírnir - 01.01.1951, Page 250
242
Ritfregnir
Skimir
er syo Njála, sem nú er í prentun, og nokkrar yngri sögur, sem settar
voru sér í bindi. Loks hefur Landnáma yerið látin bíða, enda var þess
nauðsyn, að rannsóknir á afstöðu hennar væru fyrst afgreiddar að nokkru
(í útgáfum sagnanna) og á henni létt, og verður þó raunar nóg eftir.
Það varð enn til happs á þessu tímabili, að út kom hin stórmerka bók
próf. Jóns Jóhannessonar: Gerðir Landnámabókar, sem ómetanleg er hverj-
um þeim, sem fæst við þetta torvelda rit, sem er meginheimild íslenzkrar
sagnfræði, þangað til Sturlunga tekur við.
1 tilefni af sjöhundruðustu ártíð Snorra Sturlusonar lagði Fornrita-
félagið þá lykkju á leið sína að gefa út Heimskringlu, þó að Islendinga-
sögunum væri ekki lokið, og fór ágætlega á því, enda skiptir engu máli,
í hvaða röð ritin eru látin koma út. Þó að einkennilegt sé, hefur Heims-
kringla verið miður útbreidd á íslandi en mörg önnur fomrit. Að sjálf-
sögðu hafa útlendar prentanir hennar verið hér á sveimi, í seinni tíð
einkum Finns Jónssonar, en útgáfa ritsins hér á landi á sér einkennilega
sögu. Fyrst var hún prentuð hér 1804 (í Leirárgörðum) — en aðeins
fyrsti „þriðjungurinn". Næst komst hún lengra, tveir fyrri „þriðjungar“
1892—93. 1 þriðju atrennu fór betur; 1941, á ártíðinni, kom fyrsta bind-
ið af útgáfu Fornritafélagsins, en í kjölfar hennar var ýtt úr vör ekki
minna en tveim öðmm útgáfum, Helgafells 1944 og Menningarsjóðs
1946—48.
Bjami Aðalbjamarson var vel undir það starf búinn að taka að sér út-
gáfu Heimskringlu. Af miklum stórhug hafði hann ráðizt í rannsókn kon-
ungasagna í doktorsritgerð sinni: De norske kongers sagaer, sem fjallar
meira og minna um aðalheimildir Heimskringlu; þá bók einkennir óvenju-
leg skarpskyggni, dómvísi og jafnvægi. Hér hafði Bjarni Aðalbjarnarson
mikilsverða undirstöðu, því að vandleg þekking á heimildum Snorra er
alveg nauðsynleg forsenda alls skilnings á verki hans. Án þess verður
sagnfræðilegt mat á Heimskringlu ekki annað en fálm út í loftið, og slík
þekking er líka nauðsynleg til skilnings á Snorra sem rithöfundi og and-
legu stórmenni. En útgáfan sýnir enn fremur, að Bjami hefur lagt kapp
á að kynna sér vitnisburði útlendra heimilda um atburði þá, sem Heims-
kringla fjallar um, svo og hinar geysimiklu útlendu rannsóknir um þessi
efni. Stundum verður þess vart i íslenzkum vísindaritum, að tilviljun
ræður, hvers getið er útlendra rannsókna; slíkt gefur þeim ritum, þó að
góð séu ella, óþarflega mikirrn útkjálkabrag (sams konar vanþekking á
íslenzkum rannsóknum veður uppi í ritum útlendra manna um íslenzk
efni) -—- í þessum rannsóknum Bjama kemur hins vegar hvarvetna fram
kapp á að komast yfir sem mest af útlendum rannsóknum og mikil yfir-
sýn. Mjög mikilsverð ætla ég mörgum þyki yfirlitin um sannfræði ein-
stakra sagna í Heimskringlu, sem útgefandinn hefur gert í formálum.
Yfir öllu þessu, og yfir útgáfunni í heild, er skýrleiki og heiðviðri, skarp-
skyggni og dómvísi, sem engan lesanda lætur ósnortinn.
Fyrsta bindið var gert við erfiðar aðstæður á styrjaldartima, og var