Skírnir - 01.01.1951, Page 251
Skírnir
Ritfregnir
243
þess ekki kostur að rannsaka handritin sjálf; varð útgefandinn þá að styðj-
ast við vísindaútgáfu Finns Jónssonar (Kh. 1893—1901). Þó að það verk
Finns væri mikið afrek og unnið af alúð, var það svo umfangsmikið og
vandasamt, að engin von var þess, að ekki mætti um bæta; Finni hætti
t. d. oft við að taka minna orðamun en skyldi (sbr. Hkr. III lxxxvi nm.).
En á þessari undirstöðu varð að byggja. Bjami breytti frá texta Finns
á allmörgum stöðum, en að sjálfsögðu ekki út i bláinn eða að geðþótta
sínum, heldur eftir föstum reglum, sem studdust við athugun á skyld-
leika handritanna. 1 öðru bindinu naut Bjarni útgáfu Jóns Helgasonar
af Ólafs sögu helga hinni sérstöku, og var margt á henni að græða;
einkum skal ég nefna tvö mjög mikilsverð atriði, að nú var greint sund-
ur til góðrar hlítar, hvaða handrit heyrðu til hvors rits um sig, og hitt,
að nú fyrst var fengin vitneskja um texta hinna ýmsu handrita Ólafs-
sögunnar, en áður var kunnugt nm fá þeirra. Þetta gjörbreytti skilyrð-
unum til að komast að upphaflegum texta Heimskringlu í þessum hluta
hennar. (Misráðið held ég það hafi verið, að útgáfa Menningarsjóðs færði
sér ekki í nyt þessar framfarir.) Þegar unnið var að síðasta „þriðjungi“
Heimskringlu, var friður á kominn, og nú var unnt að fá hingað hand-
rit. Færðist Bjarni nú í ásmegin og tók til rannsóknar öll þau handrit,
sem geyma texta síðasta hluta Heimskringlu. Stendur þar einkennilega
á, því að saman hlýtur að fléttast rannsókn á texta Heimskringlu og
heimildum hennar. Ein aðalheimild Snorra í þessum hluta Heimskringlu
er það ágæta rit, sem svo ómaklega hefur hlotið nafnið Morkinskinna.
Snorri hafði margar heimildir og samdi upp úr þeim rit sitt eftir gaum-
gæfilega yfirvegun; varð þá að sjálfsögðu margt útundan, sem skrifarar
Heimskringlu söknuðu, og voru þeir þá vísir til að bæta inn í köflum
úr Morkinskinnu. Er því talsvert vandaverk að átta sig á þessu, en ógern-
ingur að hafa gagn af þessum Heimskringlu-handritum, nema það sé gert.
Um þetta efni er fjallað í § 12 í formála III. bindis, og ætla ég, að eng-
um þeim, sem átt hafa við sögur í íslenzkum fomritum, sé gert rangt til,
þó að því sé haldið fram, að hér hafi verið gerðar víðtækari handrita-
rannsóknir en í nokkru öðru bindi. Ég vil bæta því við, að líklega veit
Bjarni Aðalbjarnarson meira um texta Morkinskinnu en nokkur annar,
og sé ég blasa við það verk að gefa hana út eftir öllum þeim handritum,
sem varðveita eitthvað af texta hennar.
Sú var ekki ætlun mín að skrifa hér annað en ritfregn, en ekki varð
hjá því komizt, enda ekki annað maklegt en að geta þess, hve ágætlega
þetta verk er unnið. Þessi Heimskringluútgáfa markar spor fram á við.
Hafi bæði félagið og útgefandi þakkir fyrir.
E. Ó. S.
Á gó3n dægri. AfmœliskveSja til SigurSar Nordals 14. sept. 1951 frá
yngstu nemendum hans. Helgafell. Reykjavik 1951.
Þrátt fyrir afmælisritin til Einars Arnórssonar og Þorsteins Þorsteins-