Skírnir - 01.01.1951, Side 254
246
Ritfregnir
Skímir
að auka þekkingu á þeim í Bretlandi, og hygg ég nú sé svo komið, að
meðal yngri fræðimanna þar sé að verða æ ljósari skilningur á því, að
ekki tjói, að það, sem hér er gert í þeim efnum, sé algerlega utan við
sjóndeildarhringinn, en það hefur viljað hrenna við i mörgum löndum,
þótt stunduð hafi verið þar norræn fræði. öllu meir vakandi hygg ég líka
að sé meðal Bretanna en með mörgum öðrum þjóðum skilningur á því,
að íslenzkan er lifandi mál og eitt mál frá upphafi og fram á þennan dag,
og til þess að nema norræn fræði verður að leita til sjálfrar lindarinnar
og nema hið lifandi mál Islendinga nú á dögum, annars er hætt við, að
úr verði það, sem ég kalla stundum „súmerólógiu". Hér búa norræn fræði
í Bretlandi enn að þessu leyti að Islendingunum Guðbrandi Vigfússyni
og Eiríki Magnússyni, en brezkir fræðimenn hafa aldrei látið dofna þenn-
an skilning.
Hitt er aftur annað mál, að þó að þessi andi þeirra Guðbrands setji
góðu heilli mark sitt á íslenzk fræði í Bretlandi, þá bæta vísindin ein-
hverju við sig á hverjum áratug, og því úreldast t. d. þau hjálpargögn,
sem Guðbrandur stóð að eða bjó til, svo sem orðabókin og Corpus poeti-
cum. Bæði fyrir háskólamenn og aðra, sem hug hafa á að kynna sér hinar
fornu bókmenntir, er mikil þörf traustra fræðibóka á ensku um þessi efni,
sem nái yfir rannsóknir fram á þennan dag, og á þeim bókum er tölu-
verð ekla. Slíkar bækur koma ekki heldur aðeins að haldi í Bretlandi,
heldur meðal allra enskumælandi þjóða og raunar að nokkru leyti um
allan heim.
Sú ekla, sem hér var að vikið, er vel ljós mörgum brezkum fræði-
mönnum um þessar mundir, ekki sízt höfundi þess rits, sem hér er til
umræðu. Er það beint samið til að fylla út eyðu, og væntanleg eru frá
hendi hans önnur slík fræðirit. 1 þessu sambandi vil ég og nefna fyrir-
ætlanir um nýja útgáfu íslenzkra fornrita á islenzku, en með enskri þýð-
ingu i sömu opnunni, í líkingu við hið ágæta ritsafn Loeb’s Classical Lib-
rary. Er Turville-Petre einmitt annar ritstjóri þessa nýja ritsafns, en hinn
Sigurður Nordal sendiherra, sem mest islenzkra manna hefur stuðlað að
íslenzkum fræðaiðkunum í Bretlandi á síðari timum.
„The heroic age of Scandinavia“ fjallar um hetjuöld Norðurlanda,
rökkurskeiðið, þegar Norðurlönd eru að koma fram í dagsbirtu sögunnar,
þjóðflutningaöld og víkingaöld, þegar stóratburðir verða að hetjukvæðum
og stórmenni sveipast óðara í rökkurmóðu fomeskjunnar. Höf. lætur sér
því annt bæði um sagnfræðina, sem vitanlega er fátækleg fram á vikinga-
öld, en færir þá út kvíarnar, og sögurnar og skáldskapinn, sem síðan
gengu af atburðunum. Lok þessa tímabils, sem bókin fjallar um, telur
höf. 1030, þegar Ölafur helgi fellur. Vitanlega er hvaða tímatakmark, sem
tekið er, að einhverju leyti ónákvæmt — t. d. eiga víkingaferðimar sér
eftirköst nokkuð lengi eftir þetta — en þó er þetta ártal sízt fjarri, því að
margir þættir koma þar saman. Vitanlega fylgir svo höf. sögunum af