Skírnir - 01.01.1951, Page 255
Skírnir Ritfregnir 247
þessum atburðum lengra fram, og er einn kafli bókarinnar um upphaf
íslenzkrar sagnaritunar.
1 þýzkum bókum um germanskar hetjusögur er vanalega megináherzla
lögð á þjóðflutningatímann, og er það eðlilegt, því að frá þýzku sjónar-
miði hlýtur hann að verða aðalhetjuöldin. Norðurlandabúum og Bretum
er frekar trúandi til að gera sér og öðrum ljósa víkingaöldina i öllum
mikilleik hennar og fjölbreytni.
„The heroic age of Scandinavia" er ljóst skrifuð og skýr, geymir mik-
inn og traustan fróðleik, og ekki ætla ég þar finnist mikið af villum.
Höf. er í dómum sinum hófsamur og gætinn; hjá honum fer saman þekk-
ing og vísindalegt jafnvægi. Ef ég ætti að bókinni að finna, mundi það
vera, að ég hefði talið bót að því að hafa meira um þjóðfélagsmál og hag-
sögu; veit ég, að heimildir eru sundurleitar og oftast fátækar um þetta,
en nokkura vitneskju er þó unnt að fá, ef allra gagna er leitað. T. d. veita
fornleifarnar allmikla fræðslu, og sama er að segja um örnefnarannsókn-
ir, svo að nokkuð sé nefnt. En sjálfsagt hefur rúmið verið takmarkað í
ritinu, og varð þá eitthvað að þoka.
E. Ó. S.
Aðrar bækur sendar Skírni:
Ari Arnalds: örlagabrot. Rv. 1951.
Arkiv för nordisk filologi. 64.—65. bandet. Lund 1949—50.
Ársrit Skógræktarfélags Islands 1949. Reykjavík 1949.
Askov Lærlinge. Ársskrift 1949. Udgivet af Askov Hojskoles Elevfore-
ning. Marts 1950. — Ársskrift 1951. Februar 1952.
Bragi Sigurjónsson: Hraunkvíslar. Ak. 1951.
J. N. Brun: Visitats-journal 1794—1812. Oslo 1951. [Bibliotheca Nor-
vegiæ Sacræ XIX.]
Búnaðarskýrslur árin 1947 og 1948. Gefið út af Hagstofu íslands. Rv.
1951. [Hagskýrslur Islands 131.]
Courier. Publications of the Unesco. Vol. III, 11, IV. 1—2, 4.
Guttorm Gjessing: Norges steinalder. Oslo 1945.
Greinargerð framkvæmdarstjórnar Landsbanka Islands um lánveiting-
ar bankanna og verðþensluna. Rv. 1949.
Gudmundur Danielsson: Jorden er min. Kh. 1949.
Hannes Sigfússon: Imbrudagar. Rv. 1951.
Björn Hougen: Fra seter til gárd. Oslo 1947.
Islenzk rit siðari alda. 4. bindi: Spánverjavígin 1615. Jónas Kristjáns-
son bjó til prentunar. — 5. bindi: Móðars rímur og Móðars þáttur. Jón
Helgason bjó til prentunar. Kh. 1950.
Jón Leifs: Islands kunstlerische Anregung. Rv. 1951.
Landsbanki Islands 1949. Rv. 1950.
Magnús Bjamason frá Hnappavöllum: Þjóðsagnakver. Jóhann Gunnar
Ólafsson sá um útgáfuna. Rv. 1950.