Skírnir - 01.01.1951, Side 258
II
Skýrslur og reikningar
Skírnir
2. Þá las g]‘aldkeri upp ársreikning og efnahagsreikning félagsins.
Voru }>cir endurskoðaðir af endurskoðendunum og vottaðir réttir. Reikn-
ingarnir voru siðan bornir undir atkvæði fundarmanna og samþykktir með
öllum greiddum atkvæðum.
Enn fremur las gjaldkeri upp reikning yfir sjóð Margrethe Lehmann-
Filhé’s og reikning Afmælissjóðs félagsins. Höfðu þeir einnig verið end-
urskoðaðir og vottaðir réttir af endurskoðendum, og voru samþykktir af
fundarmönnum öllum.
3. Þá voru, á aðalfundinum, endurkosnir endurskoðendur félagsins,
þeir Jón Áshjömsson, hæstaréttardómari, og Brynjólfur Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri.
4. Forseti skýrði því næst frá störfum félagsins á hinu umliðna ári.
Sakir mikils annríkis hafði tafizt nokkuð prentun ársbókanna og útsend-
ing þeirra til félagsmanna. Gefið hafði verð út III. bindi hins mikla rit-
verks dr. Páls Eggerts Ólasonar, Islenzkar æviskrár frá landnámstímum
til ársloka 1940. Enn fremur Skírnir, 124. árg. og byrjað á útgáfu Presta-
tals. Prentað hafði og verið 4. hefti XIV. bindis af Fombréfasafninu, re-
gistur þess bindis. Á yfirstandandi ári kæmi registrið yfir XV. bindi þessa
verks. Þá gat forseti þess, að sökum hins mikla kostnaðar við útgáfu árs-
bókanna, hefði félagið nú komizt í enn meiri skuldir, svo sem reikningar
þess sýna, og að þess vegna yrði enn að fresta útgáfu 2. heftis af Presta-
talinu.
Enn fremur gat forseti þess, að sökum mjög aukinnar dýrtíðar og hækk-
aðrar vísitölu, hefði stjórn félagsins nú orðið að hækka árstillagið fyrir
yfirstandandi ár, 1951, um 20 krónur, samkvæmt heimild í 24. gr. félags-
laganna.
5. Samkvæmt tillögu félagsstjómarinnar vom á aðalfundinum kjörnir
heiðursfélagar þessir:
dr. phil. Anne Holtsmark, prófessor í Ósló,
dr. phil. Dag Strömback, skjalavörður í Uppsölum,
dr. phil. Jón Helgason, prófessor í Kaupmarmahöfn,
dr. phil. Richard Beck, prófessor í Grand Forks,
dr. phil. Stefán Einarsson, prófessor í Baltimore, og
Gísli Sveinsson, fyrrv. sendiherra, Reykjavík.
6. Síðan var fundargerð lesin upp og samþykkt, og að svo búnu var
fundinum slitið.
Pétur Sigurðsson.
Alexander Jóhannesson