Bændablaðið - 23.01.2014, Page 12

Bændablaðið - 23.01.2014, Page 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 201412 Fréttir Reisa 100 milljóna króna fóðurstöð í Flóahreppi Fimmtudaginn 16. janúar tók Bjarni Stefánsson, loðdýrabóndi í Túni í Flóa og stjórnarformaður Fóðurstöðvar Suðurlands, fyrstu skóflustunguna að nýrri byggingu stöðvarinnar sem verður í Heiðargerði í Flóahreppi, við hlið Kjötmjölsverksmiðjunnar. Þetta er gert á 30 ára afmæli Fóðurstöðvarinnar, en nýja byggingin, sem verður um 500 fermetrar, verður tekin í notkun í vor. Starfsemin, sem er nú á Selfossi, flyst því í Flóahrepp. Í dag þjónar stöðin níu loðdýrabúum en framleiðslan er um 2.500 tonn á ári af fóðri, þar af eru um 2.000 tonn lífrænn úrgangur. „Okkur líst mjög vel á að flytja starfsemina í Flóahrepp. Við höfum fengið mjög góðar viðtökur hjá sveitarstjórn og íbúum, þannig að tilfinningin fyrir flutningum er mjög góð. Fyrirtækið hefur verið rekið á sömu kennitölunni þessi 30 ár og starfsemin gengur mjög vel enda erum við með úrvals starfsfólk og góða viðskiptavini,“ sagði Bjarni. Kostnaðurinn við nýju bygginguna er áætlaður um 100 milljónir króna. /MHH Nýtt ár er gengið í garð með öll sín tækifæri, lausnir og sigra. Vandamál eru ekki til, sagði bjartsýnismaðurinn, bara verkefni og lausnir. Íslenskir bændur, mjólkur- iðnaðurinn og Mjólkursamsalan hafa verið í umræðunni eftir áramótin vegna þess að flutt var inn írskt smjör til að mæta því að birgðir á fitu eða smjöri voru í lágmarki og annaðhvort varð MS að láta vanta vöru fyrir jólin og þá í smurostum því engum datt í hug að láta skorta smjör eða rjóma. Það vantaði smjör vegna þess að kýrnar mjólkuðu minna á rigningarsumri sunnanlands og mikil neyslubreyting átti sér stað meðal þjóðarinnar og smjörsala stórjókst af mörgum ástæðum og ekki síst vegna þess að læknar viðurkenna nú hreina náttúruafurð eins og smjör og setja það á ný í hollustuflokk miðað við aðra fitu. Svo voru allir kolvetna- og megrunarkúrarnir þar sem sykur er orsök óhollustunnar en fitan úr dýraríkinu talin af því góða. Írska smjörið fyllti mælinn Við skulum viðurkenna að miðað við neytendaumræðu dagsins hér heima og erlendis var eins og írska smjörið hafi fyllt mælinn. Bændurnir ósáttir við okkur í mjólkuriðnaðinum og svo koma margir inn í umræðuna í öðrum tilgangi. Hrossakjöt í ESB í staðinn fyrir nautakjöt og franska og ítalska hneykslið eða kjötbökurnar kjötlausu í Borgarnesi. Nú hefur Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sett deilumálið í farveg þar sem ýmsir aðilar eru kallaðir að stefnumótun um uppruna og rekjanleika landbúnaðarafurðanna. „Hver framleiðir matinn minn.“ Margar kjötvinnslur eða afurðastöðvar hafa merkt allar innfluttar kjötvörur lengi, svo sem hakk, svínasíður eða nautalundir. Það gerir Kjarnafæði og aðrir lýsa nú yfir að þeir muni fylgja þessari línu. Ég heyri að afurðastöðvar bænda eru tilbúnar að fara þessa leið og því ber okkur að fagna þessari stefnumótun. Nóatún merkir kjötborðið sitt fánalitum og segir neytandanum að þar sé eingöngu íslenskt kjöt. Mjólkursamsalan með sitt hreina merki og mikla vöruúrval á auðvelt með að fylgja þessari línu þá eða að merkið er tákn um að íslensk mjólk er eingöngu á bak við merkið. Og þurfi aftur að flytja inn smjör – sem ég tel ólíklegt – yrði sú vara sérmerkt. Tollar og opinber verðlagning Svo verða bændur að muna að verslun og þjónusta eru í umræðunni í öðrum tilgangi, þeim finnst líklegt að hægt sé að sundra liðsheildinni og að tollar verði einhliða felldir niður eða lækkaðir til að auðvelda innflutninginn sem er þeirra hjartans mál. Enda snýr þeirra eftirspurn eftir „kjörkuðum,“ stjórnmálamönnum eins og þau orða það, sem hrinda kerfinu. Svo er hin opinbera verðlagning annað, en hún er á nokkrum vörum, svo sem mjólk, rjóma, smjöri og ostum. Alþingi lögfesti það fyrirkomulag 2004 ekki síst til að tryggja samkeppni í smávöruverslun og stuðla að því að meðalstórar og smærri verslanir ættu áfram sinn tilverugrundvöll. Einnig til að tryggja framboð þessara dagvara á sama verði um land allt og í litlum og stórum matvöruverslunum, og að bændur, hvar sem þeir búa, fái sama verð fyrir sína mjólk. Ég minnist þess að eigendur smærri verslana sögðust loka búðinni ef þeir stóru fengju þessar dagvörur á hinum stóra afslætti sem frjáls verðlagning kallar fram hér á landi. Ég tel reyndar að opinber verðlagning með fulltrúa launþega, bænda afurðastöðva og ríkisins hafi reynst gegnsæ í vinnubrögðum og sanngjörn bæði neytendum og bændum. Ég er að fullu sannfærður um þessi afstaða og ákvörðun meirihluta Alþingis 2004 hafi bæði verið á rökum reist og einnig gefið góða raun fyrir neytendur og bændur. Því til staðfestingar er hægast að vitna í niðurstöður rannsóknavinnu Samkeppnisyfirvalda sem birtust í tveimur skýrslum stofnunarinnar, Matvöru markaðurinn Verðlags- þróun í smásölu 1996 til 2000 (1/2001) og í skýrslu um Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði (2/2012). Þar má lesa bæði með beinum og óbeinum hætti, að ákvörðun um opinbera verðlagningu var að fullu réttmæt – auk þess sem þar má greina á niðurstöðum, að aðstæður á smásölumarkaði dagvara hafa lítið breyst á umræddu tímabili 1996–2011, nema í þá átt að hinir stóru verða stærri. Í hagræðingarstarfi sínu síðustu árin hefur mjólkuriðnaðurinn lækkað árlegan vinnslukostnað um 2 milljarða kr., sem svarar til 20 kr. á lítra nýmjólkur eða um 200 kr./kg ost. Þessi ávinningur hefur gengið til neytenda í gegnum heildsöluverð mjólkurvara og til bænda í gegnum mjólkurverð til þeirra. Umræðan er af hinu góða og nú er upprunamerkingin komin í góðan farveg og neytendur og bændur horfa fram á veginn til komandi verkefna. Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri SAM: Ekki vandamál, bara verkefni og lausnir Fróðleiksmolar um hrossabeit Landgræðslan hefur gefið út bæklinginn Fróðleiksmolar um hrossabeit, en í honum er fjallað um ýmis atriði er varða beitarstýringu og velferð hrossa og lands. Í bæklingnum er farið yfir hvaða einkenni þarf að hafa í huga þegar ástand hrossahaga er metið. Þar er einnig ástandsskali þar sem hrossahögum er skipt í flokka frá 0–5 eftir ástandi og einkennum og myndir því til skýringa. Þessi ástandsflokkun birtist fyrst í ritinu Hrossahagar, sem gefið var út 1997. Einnig eru leiðbeiningar um úrbætur, sé þeirra þörf. Tilgangurinn með útgáfu fróðleiksmolanna er að auðvelda hestamönnum að meta ástand sinna hrossahaga og stuðla þannig að bættri landnýtingu. Hægt er að nálgast bæklinginn á vefsíðu Landsgræðslunnar, land.is og einnig á héraðssetrum hennar. nýrri byggingu Fóðurstöðvar Suðurlands. Myndir / MHH Loðdýrabændur og sveitarstjóri Flóahrepps, Margrét Sigurðardóttir (í Verktakafyrirtækið Arnon í Hveragerði sér um jarðvegs- vinnu og byggingu nýja húss- ins. Hér til hægri er Helgi Ársælsson, gröfumaður fyrir- tækisins. Torfi Áskelsson, framkvæmdastjóri á mynd enda stórviðbu rður á 30 ára afmælisár i stöðvarinnar. Hross kroppar í snjóinn í ætisleit eftir óveður í Mývatnssveit. Mynd / MÞÞ Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.