Bændablaðið - 23.01.2014, Side 36

Bændablaðið - 23.01.2014, Side 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 2014 Undanfarin ár hefur nyt mjólk- urkúa hér á landi þokast upp á við þó enn sé nánast óravegur í hið afurðamikla kyn Holstein- Friesian. Þó munurinn á þessum mjólkurkúakynjum sé mikill má þó ætla að þróunin sé með sama hætti hvað aðra þætti varðar s.s. fóðurnýtingu, en erlendis hefur fóðurnýting aukist verulega á liðnum árum samhliða auknum afurðum. Vegna skorts á landi í Ísrael og takmörkuðu aðgengi þar að vatni hefur verið lögð gríðarleg áhersla á rannsóknir á fóðrun og fóðurnýtingu í Ísrael og er landið í nokkrum sérflokki hvað þetta varðar í dag. Mjólka 11,7 tonn Kúabú í Ísrael eru trúlega öðrum búum í heiminum fremri hvað meðalnyt snertir en þar hefur nytin aukist mikið á undanförnum áratugum. Um 90% kúnna eru af Holstein-Friesian kyninu og nokkuð hefðbundnar miðað við sambærilega svartskjöldóttar kýr eða um 6-700 kg að þyngd og mjólka að jafnaði um 2,7 mjaltaskeið. Árið 2012 var meðalnyt hinna 124 þúsund kúa landsins 11.706 kg mjólkur með 3,7% fitu og 3,24% prótein miðað við 305 daga og því er mjaltaskeiðsnyt kúnna töluvert yfir 12 þúsund lítrum. Ef eingöngu er horft til afurðastigs kúa í skýrsluhaldi, en 94% kúabúa landsins eru í skýrsluhaldinu, eru tölurnar mun hærri en hér að framan greinir og vel yfir 12 þúsund lítrum orkuleiðréttrar mjólkur á hverja árskú. Fóðrunin lykillinn Langflestir kúabændurnir í Ísrael fóðra kýrnar sínar með nokkuð einfaldri aðferðafræði og má gróflega flokka aðferðirnar í þrjá undirflokka: ein, tvær eða þrjár gróffóðurblöndur og fá kýrnar alltaf heilfóður. Þetta fóðrunarkerfi byggir á því að kýrnar fái alltaf staðlað heilfóður, sem er nánast eins frá degi til dags og þá er aldrei skipt um fóðurgerð hjá kúnum á miðju mjaltaskeiði. Þetta kann að virka flókið og henta misvel eftir bústærð en í Ísrael hefur þetta verið leyst þannig að notast er við þrjár meginleiðir: Ein gróffóðurblanda: Þannig samsett að næringarefnaþarfir 90% mjólkurkúnna eru uppfylltar. Hentar á öllum minni kúabúum. Tvær gróffóðurblöndur: Þannig skipt að ein blanda er sérstaklega samsett fyrir nýbærur fyrstu 21-24 dagana. Hin blandan er svo fyrir síðari hluta mjaltaskeiðsins. Þetta fóðrunarkerfi hentar sérlega vel til þess að koma í veg fyrir efnaskipta- sjúkdóma og hentar á meðalstórum búum. Þrjár gróffóðurblöndur: Eins byggt upp og aðferðin með tvær gróffóðurblöndur en á síðari hluta mjaltaskeiðs, þ.e. eftir 21-24 daga, eru kýrnar flokkaðar í hámjólka og lágmjólka hópa og taka svo gróffóður blöndurnar tillit til þessara tveggja flokka af kúm. Þessi blanda hentar fyrir stór kúabú. Nánar er hægt að lesa um ísraelskar áherslur varðandi efnainnihald gróffóðurs víða á veraldarvefnum. Samvinna um fóðurblöndun En það er ekki einungis uppbygging fóðurkerfisins sem slíks sem er sérstæð í Ísrael heldur einnig eftirtektarverð samvinna bændanna varðandi fóðrun, en fullyrða má að leiðin að því að útbúa eins fóður fyrir kýr alla daga ársins sé vart fær án samvinnu kúabúanna. Bændurnir reka því eins konar gróffóðurstöðvar sem sjá um alla heilfóðurblöndugerð, geymslu á fóðri, kaup á auka hráefnum o.fl. Þetta eru hálfgerðar afurðastöðvar í heilfóðurvinnslu sem kaupa hráefni af kúabændunum s.s. gras, maís, korn, mykju o.þ.h. en bóndinn kaupir svo af þessu félagi staðlað heilfóður sem afurðastöðin bæði sér um að blanda og afgreiða daglega eða oft á dag til viðkomandi. Í raun er það því þannig að heyskapur er að hluta til á ábyrgð bóndans en annars sér afurðastöðin um þetta fyrir hann, sem og að keyra fóðrinu frá búinu og að afurðastöðinni. Allir fá eins fóður Hver og einn bóndi hefur s.s. lítið um það að segja hvernig gróffóðrið er og fær einfaldlega nákvæmlega sama heilfóður og allir aðrir fá afgreitt. Þá getur bóndinn einnig fengið fóðrið afhent beint inn á fóðurgang samkvæmt samningi og því þarf hann ekki einu sinni að eiga sinn eigin fóðurvagn. Margir telja að einmitt þetta einsleita heilfóður sem stór hluti búanna í Ísrael fá, sé skýringin á þeim feiknarlega góða árangri sem búin eru að ná í afurðasemi. Sem dæmi um afurðasemina þá eru afurðahæstu kýrnar að skila í kringum 18.000 lítrum á ári (305 daga nyt, orkuleiðrétt) og afurðahæstu búin eru með um og yfir 14 þúsund lítra (305 daga nyt, orkuleiðrétt). 27% hærri nyt á 20 árum Í lok síðasta árs var greint frá upp- gjöri á gögnum frá 40 búum en nyt búanna hefur aukist úr 9.300 í 11.850 kg á 20 árum en það er aukning um 27%. Á sama tíma hefur át kúnna aukist úr 20,4 í 23 kg þurrefnis á dag eða um 13%. Þetta sýnir vel á hvaða leið kynbætur kúa eru og nýta kýrnar í dag því fóðrið mun betur til mjólkurframleiðslu en áður. Betri nýting Sé reiknað út nýtingarhlutfall miðað við orkuleiðrétta mjólk (OLM) kemur í ljós að árið 1991 fengust 1,15 kg OLM fyrir hvert gefið kíló þurrefnis en árið 2011 skiluðu kýrnar 1,37 kg OLM. Með öðrum orðum þýðir þetta að fóðurnýtingin hefur aukist um 1% á hverju ári síðustu tvo áratugi. Vísindamennirnir á bak við þetta verkefni í Ísrael hafa reiknað út að 30% af hinni bættu fóðurnýtingu megi rekja til kynbóta en 70% til betra umhverfis kúnna, fóðrunar og bústjórnar. Snorri Sigurðsson sns@vfl.dk Nautgriparæktardeild Þekkingarseturs landbúnaðarins í Danmörku Nútímakýr nýta fóðrið betur Utan úr heimi Anna prinsessa mælir með neyslu hrossakjöts í Bretlandi Í Bretlandi og víðar í Evrópu er nokkur tregða og jafnvel andúð á neyslu hrossakjöts. Nokkuð er um að fólk telji hana jafnvel siðferðilega ranga. Það kom því mörgum verulega á óvart þegar Anna Bretaprinsessa lýsti því nýlega yfir að hún væri fylgjandi neyslu hrossakjöts. Það var í fínni velgjörðarveislu, sem dýraverndarsamtökin „World Horse Welfare“ efndu til, að prinsessan hvatti þjóð sína til að neyta hrossakjöts og sagði að matvöruverslanir ættu að hafa það á boðstólum og draga hvergi undan um hvaða vöru væri að ræða. Hestar hafa alla tíð gegnt miklu hlutverki í lífi prinsessunnar en útreiðar og hestaíþróttir hafa frá unga aldri verið eitt aðaláhugamál hennar. Það kom því á óvart að hún skyldi ganga fyrir skjöldu og mæla með þessari neyslu. Misjöfn viðbrögð Prinsessan nefndi í máli sínu að margir hestar í Bretland ættu ekki góða daga og sættu vanrækslu eigenda sinna. Þeir væru jafnvel skildir eftir á víðavangi á óbyggðum svæðum þegar þeir væru orðnir gamlir. Hún bætti því við að búfé sem alið væri upp til slátrunar ætti sér margt betra líf en hestar. Þeir fengju jafnvel betra atlæti ef eigendurnir ætluðu þá til frálags. Þessar skoðanir prinsessunnar hafa kallað fram misjöfn viðbrögð undirsátanna. Samtökin Velferð hrossa brugðust varlega en jákvætt við ummælunum og kváðu prinsessuna hugaða. Þegar til framtíðar væri litið væri raunsætt að gera ráð fyrir að hrossakjöt verði nýtt til manneldis í Bretlandi eins og í öðrum löndum, sagði formaður Samtaka breskra hrossabænda, Jenny McGregor. Að sögn hennar hefur prinsessan hafið umræðu sem getur leitt til breytinga. Formaður framleiðenda samtaka NFU, Martin Haworth, hefur upplýst að hrossakjöt sé eftirsótt til neyslu í mörgum löndum Evrópu og fleiri heimsálfum. Hið sama ætti að gilda í Bretlandi, en ganga þarf tryggilega frá því að neytendur viti hvað þeir eru að kaupa. Viðskiptalífið hikandi Því er ekki að leyna að nokkuð hefur verið um neikvæð viðbrögð við þessum hugmyndum. Ýmis dýraverndunar samtök hafa vakið athygli á því að grísir, kýr og hænsni fái einnig slæma meðferð. Þá skora þau á prinsessuna að kynna sér einnig harkalega meðferð á hrossum í hestaíþróttum. Viðskiptalífið hefur kosið að halda sig fremur til hlés í þessu máli. Tímaritið „Matinfo“ hefur sent fyrirspurn til fimm stærstu matvælafyrirtækja Bretlands um það hvort þau hafi hrossakjöt á boðstólum í verslunum sínum en lítið hefur verið um svör. Eina undantekningin er fyrirtækið Sainsbury‘s, sem kvaðst ekki hafa hrossakjöt á boðstólum og ekki stefna að því. Þýtt og endursagt /ME Anna Bretaprinsessa er mikil hesta- manneskja og mælir með neyslu á hrossakjöti. Aukin skógrækt hagstæð fyrir veðurfar á Jörðinni Plantið trjám, fullt af þeim, sagði Al Gore, varaforseti Bandaríkjannaí ræðu nýlega. Veðurfarsráð Sameinuðu þjóðanna er sama sinnis, sem og Norska Stórþingið, en það hefur ályktað um að stóraukin trjáplöntun skuli vera liður í veðurfarsstefnu Noregs. Greint var frá því í norska blaðinu Nationen fyrir nokkru að vinnuhópur undir forustu Umhverfisstofnunar Noregs, (Miljödirektoratet), hafi samþykkt að leggja árlega 100 þúsund hektara lands undir trjárækt í sátt við aðra landnotkun og umhverfis sjónarmið. Starfshópur á vegum stofnunarinnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé raunhæft markmið og í sátt við aðra landnotkun í Noregi. Þá er einnig sátt um það á alþjóðavettvangi að unnt sé og raunhæft að takmarka hlýnun lofthjúps Jarðar við 2° C. Það er langtímamarkmið sem á að nást á 100–200 árum. Í fimmtu aðalskýrslu Sameinuðu þjóðanna er athyglinni í þessum málaflokki beint að væntanlegri stöðu hans um aldamótin 2100. Þar segir að áður en jafnvægi verði náð mun magn koltvísýrings í lofthjúpnum aukast töluvert. Hér er því um langtímamarkmið að ræða en þó er brýnt að hefjast handa nú þegar. Þar stendur slagurinn um að draga úr notkun orkugjafa úr iðrum jarðar, þ.e. olíu, kolum og jarðgasi, sem og að verjast hnignun skóga. Nils Böhn, framkvæmdastjóri Norsk Skogeierforbund, segir brýnt er að marka nú þegar stefnu um stór- aukna trjáplöntun bæði út frá stöðu lífkerfis jarðar og stöðu mannsins í nútíð og framtíð. Þýtt og endursagt /ME Kýr af Holstein-Friesian kyni. aðferðafræði.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.