Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 2014 Vélabásinn liklegur@internet.is Hjörtur L. Jónsson Vélaval í Varmahlíð hefur hafið innflutning á Giant-liðléttingum frá hollenska fyrirtækinu Tobroco Machines, en einnig er Landstólpi söluaðili fyrir Giant. Ég skrapp í stutta heimsókn í Landstólpa á gamlársdag og skoðaði þær þrjár tegundir af Giant sem þar eru til sölu og sýnis. Lítið fyrirtæki sveitastráksins stækkaði hratt Tobroco Machines var stofnað árið 1996 af Hollendingnum Toine Brock og var verksmiðjan til að byrja með staðsett á býli forelda hans. 2001 hóf Tobroco að framleiða Giant-liðléttingana og árið 2003 var starfsemin flutt af sveitarbýl- inu til Oisterwijk í Hollandi. Í dag starfa yfir 100 manns hjá Tobroco Machines og framleiðslugetan er um 35 liðléttingar og skotbómulyftarar á viku. Giant-liðléttingarnir eru nú orðn- ir þriðju söluhæstu liðléttingarnir í Evrópu. Framleiddar eru 25 gerðir af Giant-liðléttingum og tvær gerðir af skotbómulyfturum. Hægt er að fá hverja gerð í ýmsum útfærslum hvað varðar dekkjastærð, yfirbyggingu, ljósabúnað, þyngingar o.fl. og eins er hægt að fá svokallaðan stöðug- leikabúnað í allmargar gerðir. Þrjár misstórar Giant-gerðir hjá Landstólpa Fyrir framan Landstólpa stóðu fjórar misstórar Giant-vélar; tvær voru af sömu stærð en með mis- munandi búnaði (önnur með sóp, hin með göfflum með klemmu). Allar vinnuvélar Giant eru með aflvélar frá Kubota (3ja og 4ra cyl.), Bosch Rexroth-glussakerfi og Comar-öxla. Minnsta vélin heitir D254 SW og er með 24 hestafla þriggja strokka vél og lyftigetu upp á 1.100 kg upp í 2,17 metra. Vélin beygir á lið með glussatjökkum um sig miðja og er beygjuradíus ótrúlega lítill. Hæðin er rúmir tveir metrar en ef þarf að lækka vélina (t.d. moka undan grindum í fjárhúsi eða álíka) er hægt að lækka vélina með því að fella aftur veltigrindina. D337T er næsta stærð fyrir ofan og er búin þriggja strokka 33 hest- afla vél með lyftigetu upp á 1650 kg í 2,82 metra hæð. Á þeirri vél er líka hægt að fella niður veltigrindina er vélin þarf að fara í vinnu undir eitt- hvað þar sem lofthæð er lítil. Stærsta vélin búin stöðugleikabúnaði og nær 28 km hraða Risinn í Giant-fjölskyldunni hjá Landstólpa er V452T HD. Þessi vél býður upp á mikla möguleika til ýmissar vinnu vegna stærðar vélar og öflugs glussakerfis. Tækið er með fjögurra strokka, 45 hestafla vél og lyftigetan er 1.800 kg upp í 2,96 metra. Vélin er útbúin stöðug- leikabúnaði til að auðvelda mokstur og flutning á moksturstækjum með þunga byrði. Þessi stöðugleikabún- aður er þannig að fjöðrunin er tekin af miðjuliðnum með tveim tjökkum sem læsa vélinni í vissri stöðu (vélin keyrð á sléttan flöt og henni læst). Til samanburðar er hægt að keyra annað framdekk vélarinnar upp á ójöfnu og læsa henni þar. Sé keyrt á jafnsléttu með vélina þannig læsta er eitt dekkið á lofti (sjá mynd). Fyrir þá sem þekkja vel til liðléttinga sem beygja almennt um lið á þeim miðjum er mjög auðvelt að velta þeim. Með þessum stöðugleikabún- aði minnkar sú hætta umtalsvert. Þessi vél nær allt að 28 km hraða á góðu undirlagi. Mikið af aukahlutum fáanlegt á Giant-vélar Tengibúnaðurinn framan á vélunum öllum er sá sami og hægt er að nota búnað frá öðrum framleiðendum. Tobroco Machines framleiðir yfir 50 tegundir af aukahlutum sem hægt er að sérpanta á vélarnar, s.s. skóflur, sópa, gripklær, staurabor, jarðveg- stætara og fleira. Persónulega hefði ég viljað sjá gult blikkljós vera á öllum vélunum sítengt, þ.e.a.s. alltaf þegar vélin er í gangi blikki aðvör- unarljós ekki síst þar sem vélarnar eru það hljóðlátar að varla heyrist í þeim. Að öðru leyti fannst mér þessar litlu vélar vera ótrúlega liprar og að svona litlar vélar geti lyft svo þungri byrði sem þær eru gefnar upp fyrir finnst mér með ólíkindum. Grunnverð á vélunum þrem Minnsta vélin (Giant D254SW) kostar frá 3.222.906 kr. fyrir utan skatt. Næsta vél (Giant D337T) er á grunnverði frá 4.453.268 kr. fyrir utan skatt. Stærsta vélin er eðlilega dýrust og fer eftir útbúnaði. Grunnverðið á henni fer eftir útbún- aði og því bendi ég áhugasömum á að hafa annað hvort samband við Landstólpa eða Vélaval sem selja vélarnar. Giant-fjölskyldan við Landstólpa. Myndir / HLJ Stærsta vélin hefur mikla lyftigetu og lyftir hátt miðað við stærð. Beygjuradíus er lítill á öllum vélunum. Ökumannsbúrið virðist lítið á-D254SW vélinni en þessi ökumaður er rétt tæpir tveir metrar. Eftir að hafa keyrt upp á ójöfnu og læst stöðugleikabúnaðinum er hægt að keyra á þrem hjólum (eða skipta um dekk). Eina spurningin hjá mér er hvort þetta sæti er nægilega sterkt fyrir íslenska veðráttu. Flott merki framleiðandans. Giant-smávélar: Ótrúlega öflugir liðléttingar frá Hollandi Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt!

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.