Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 14
DICK RINGLER
SKÍRNIR
(Jónas Hallgrímsson 1965, 308). í þessu safni eldri ljóða Jónasar
eru þrjátíu og fjögur kvæði; „Man eg þig Mei!“ er tuttugasta og
níunda í röðinni. Sum kvæðanna í syrpunni eru dagsett í handrit-
inu, önnur má tímasetja með nokkurri vissu eftir innri eða ytri
rökum. „Man eg þig Mei!“ er í hvorugum þessara flokka. Ekki er
heldur unnt að tímasetja það með neinni vissu með hliðsjón af
stöðu þess í handritinu (þ.e. hvort það kemur á undan eða á eftir
kvæðum sem eru dagsett eða hægt er að tímasetja), þar sem Jónas
reit kvæðin í syrpu sína ekki endilega í þeirri röð sem hann orti
þau, eins og Ólafur Halldórsson hefur bent á (sama rit).
Fyrstu ritstjórar að ljóðum Jónasar létu ekki í ljós neina skoð-
un á því hvar eða hvenær „Man eg þig Mei!“ hefði verið ort. Arið
1913 lagði Jón Ólafsson2 hins vegar fram rök sem bentu til þess -
að hans mati - að kvæðið hefði verið ort í Reykjavík („líklega
1831-32“) um Christiane Knudsen, og að endurskoðunin sem
varð að „Söknuði“ hafi verið gerð í Kaupmannahöfn („1841-
42?“) eftir að Jónas hitti Christiane fyrir tilviljun þar í borg
(Jónas Hallgrímsson 1913, 128-31). Matthías Þórðarson leiddi
sextán árum síðar að því rök að „Man eg þig Mei!“ hefði verið
fært inn í KG 31 b I þegar „veturinn 1829-30, líklega um áramót-
in og þá nýort“ Qónas Hallgrímsson 1929-37, 1:326). Þessi tíma-
setning var sprottin af löngun hans til að tengja kvæðið við Þóru
Gunnarsdóttur, aðra æskuást Jónasar.
Greinargerð Jóns Ólafssonar frá 1913 er frumuppspretta
sjálfsævisögutúlkana á „Man eg þig Mei!“, þannig að mikilvægt er
að skoða rök hans vandlega:
Frú Margrét Guðmundsdóttir, prests Johnsens frá Arnarbæli, ekkja Jó-
hannesar Ólafssonar sýslumanns, segir kvæðið þannig til orðið:
Einu sinni voru þeir á gangi saman á götu í Höfn, Jónas og Guð-
mundur, faðir frú Margrétar, og mættu þá Kristíönu Knudsen, er síðar
giftist Thomsen, kaupmanni í Vestmannaeyjum. Þá sagði Guðmundur:
„Gerðu nú laglegt kvæði til Kristíönu!“ Næst þegar þeir hittust, sýndi
Jónas Guðmundi þetta kvæði, og hann taldi víst, að það væri til
Kristíönu.
2
Samkvæmt Hannesi Péturssyni (194) samdi Jón Ólafsson „þær skýringar í út-
gáfunni 1913 sem umfram voru skýringar" Hannesar Hafsteins í útgáfunni
1883.