Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 156
150
KARL GUNNARSSON
SKÍRNIR
niður utan við hið ysta haf. Menn hugsuðu sér einnig minni
heima sem gerðir voru í líki alheimsins. Maðurinn er hinn dæmi-
gerði smáheimur (microcosmos) og var álitinn endurspegla al-
heiminn (macrocosmos) eða vera eins konar mælikvarði hans.
Meðalheimar (mesocosmos) eru þjóðfélög eða ríki, manngerð fyr-
irbæri, en þess konar heimsmyndir eru einmitt viðfangsefni mitt
hér. Hugmyndin er að þessir heimar séu kerfi landmælinga, sem
líta má á sem eins konar beinagrind þjóðarlíkamans. Á þessa
grind eru fest helstu hugtök sem varða manninn og samfélagið,
svo sem frjósemi, lög og réttur, trúarhættir og vald. í miðjunni er
staður konungs, eða þess aðila sem hefur hliðstætt gildi.
Á 1. mynd (a) er sýnt hvernig heimsmyndin er skilgreind á
landinu. Hún er löguð sem hringur og í miðju skerast línur og
geislar sem liggja þvert um hringinn, eins og þegar pílárar koma
saman í nöf hjóls. Þar eru einna merkilegastar tvær línur í gegn-
um miðju sem mynda X-laga mynd, samhverfa um höfuðáttir, og
með stefnu sem ákvarðast af göngu sólar á hverjum stað. Onnur
línan vísar á sól við sólsetur á vetrarsólhvörfum í suðvestri, en á
sólaruppkomu á sumarsólstöðum í norðaustri. Hin línan stefnir á
milli sólaruppkomu á vetrarsólhvörfum, og sólseturs á sumarsól-
stöðum. Þessar línur kalla ég sólstöðulírmr (sólstaðalínu og
sólhvarfalínu), og horn það sem þær mynda við N-S ásinn
sólstöðuhorn eða -stefnu. Þetta horn er háð breiddarstigi og verð-
ur æ minna eftir því sem norðar dregur á hnettinum, eins og sjá
má á línuritinu á 2. mynd. Þar sést einnig að nokkru munar að
sumar- og vetrarstefnurnar séu nákvæmlega gagnstæðar, en því
veldur ljósbrot andrúmsloftsins. Einnig skiptir máli hvort stefnan
sé tekin þegar efri eða neðri brún sólar nemur við sjóndeildar-
hring. Eg vinn út frá þeirri tilgátu að á hverjum stað hafi ein
stefna gilt, nærri miðgildi á línuritinu. Það geri ég til að einfalda
vinnutilgátur, enda eru fyrirliggjandi gögn ekki svo nákvæm að
þau gefi tilefni til annars. I trúarbrögðunum (goðsögnum) virðist
SV-NA-línan vera sérlega mikilvæg, og tengjast hugtökum svo
sem frjómætti og sköpun. Við suðvesturendann liggur eyja eða
þrískiptur drangur, sem er afar mikilvægur punktur. Þar er ein-
hvers konar „hlið“ á heiminum, uppspretta „sköpunarinnar“ og