Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 248
242
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
að vera hluti af umræðunni um bókmenntir verður að vega að ríkjandi
aðgreiningu skáldskapar og samfélags.
Þótt eðlilegt sé að nýjar aðferðir í bókmenntatúlkun veki hörð
viðbrögð er þörf á að rannsaka nánar hvers vegna bókmenntafræðingar,
sem stundum hljóta að vita betur, kjósa að afbaka femíníska afbyggingu í
því skyni að rjúfa tengsl hennar að fullu við þjóðfélagslega umræðu sam-
tímans. I stað þess að vega og meta kosti og galla póststrúktúralískrar
greiningar og án þess að grafast fyrir um aðferðarfræðilegar forsendur
hennar, hafna þeir henni einhliða og loka um leið á þá uppbyggjandi
menningarumræðu sem fylgt gæti í kjölfar slíkra deilna. Frank
Lentricchia bendir á þessa tilhneigingu í bók sinni After the New Crit-
icism:
Hefðbundið svar við verkum póststrúktúralista hefur verið að ásaka
þá um stjórnlausa sjálfshyggju, afstæðishyggju, órökvísi, og ósam-
kvæmni. En þar sem ásakanir þessar eru oftast settar fram af ástríðu
sem greina má sem heiftúðlega varnarstöðu og þar sem gagnrýnend-
ur skortir oft efnisleg og nákvæm rök má draga réttmæti þeirra í
efa.14
Helga Kress gerir þessi hefðbundnu viðbrögð að umfjöllunarefni í ný-
legri grein sinni, „Mikið skáld og hámenntaður maður: Islenski skólinn í
bókmenntafræði". Hún segir nútímabókmenntafræði eiga erfitt upp-
dráttar á Islandi. Ef hún sé til, lifi hún jaðarlífi í bókmenntaumræðunni
og eigi í höggi við fordóma og fáfræði. Telur Helga skýringanna að leita í
því að Islendingar eigi sér litla heimspekihefð og vísar þar í grein Páls
Skúlasonar, „Hugleiðingar um heimspeki og frásagnir“, sem birtist í
Skírni 1981. Páll telur íslenska frásagnarhefð andstæða fræðilegri hugsun
og að andúð á heimspeki eigi sér trausta „stoð í helstu bókmenntahefð
Islendinga“.15 Helga gengur reyndar lengra í túlkun sinni því hún segir:
„Ég vil [...] halda þ ví fram að heimspekileg hugsun, gagnrýnin og teor-
etísk umfjöllun um íslenskar bókmenntir og frásagnarhefð vegi að opin-
berri sjálfsmynd þjóðarinnar og þeirri karlmennskuímynd sem heldur
henni uppi“ (94).
I Bandaríkjunum, andstætt við það sem gerst hefur á Islandi, hefur
andspyrnan gegn fræðilegri umfjöllun löngum tekið mið af þeirri til-
hneigingu heimspekinnar, svo vitnað sé í áðurnefnda grein Páls Skúla-
sonar, „að fella rök mannlífsins í ákveðið kerfi hugtaka" (14). Póst-
strúktúralisma hefur löngum verið kennt um þá kreppu sem einkennt
14 Frank Lentricchia, After the New Criticism. The University of Chicago Press:
Chicago, 1980, s. 162.
15 Páll Skúlason, „Hugleiðingar um heimspeki og frásagnir." Skírnir 1981, s. 8.