Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 62
56
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
SKÍRNIR
þjóðarinnar. Þá blasti við augum „þjóðlíf, svo ríkt og fagurt og
glæsilegt, að hvergi hefur átt sinn líka á fyrri öldum nema hjá
Forn-Grikkjum á þeirra hæsta þroskastigi“. Úr þessum jarðvegi
spruttu „forníslenzku bókmentirnar, fegursti og glæsilegasti vott-
urinn um þroska Islendinga, og um leið dýrasti arfurinn, sem for-
feður vorir hafa látið eftir sig“ (ÍÞ 238-39). Annað tímabilið í
sögu þjóðarinnar stóð frá 1262 til 1550 og er hnignunartímabilid í
lífi hennar. Á þeim tíma tekur siðspillingin að grafa um sig og
eitra þjóðlífið. Þjóðin afsalar sér sjálfstjórninni og allt er „í hnign-
un og afturför. Bókmentalífið, fegursti blóminn af þroska þjóðar-
innar, deyr út smátt og smátt og jafnvel málið tekur að spillast“
(ÍÞ 239-40). Á þriðja tímabilinu, niðurlœgingartímabilinu 1550-
1750, er fokið í flest skjól fyrir þjóðinni:
Á þessu alræmda tímabili [...] er eins og allar illar vættir sverjist í banda-
lag og setjist að þjóðinni. Konungsvaldið, einokunarverzlunin, bænda-
ánauðin, eldgos, harðindi og skæðar drepsóttir sækja að á alla vegu [...]
og leggjast á eitt til að uppræta sjálfstæði hennar [...]. Bókmentirnar
verða meir og meir ófrumlegar, málið er orðið spilt og dönskuskotið og
útlend áhrif [...] ryðja sér meir og meir til rúms. (ÍÞ 241 og 243-44)
Tortíming þjóðarinnar varð þó aldrei alger því ekki tókst alveg að
buga þjóðarandann:
þrátt fyrir alt þetta brýzt andi þjóðarinnar fram sigri hrósandi öðru
hvoru [...]. Islendingar halda dauðahaldi í tungu sína og þjóðerni og
þeim tekst að varðveita hvorttveggja þangað til vitjunar- og lausnartím-
inn slær. Með þessari trygð við sjálfa sig, sitt insta eðli, hefur þjóðin að
nokkru leyti friðþægt fyrir syndir og yfirtroðslur forfeðranna [...]. Þessu
seiglu-þreki eiga íslendingar það að þakka, að þeir hafa nú í rúm 500 ár
án þess að glata sínu þjóðareðli getað varist sterkum og stöðugum
áhrifum frá útlendri þjóð [...]. (ÍÞ 244-45)
I þessum köflum sést vel hvernig varðveisla óspillts þjóðareðlis
og þar með sjálfs þjóðernisins er komin undir varðveislu íslenskr-
ar tungu. Hún skiptir í því sambandi ólíkt meira máli en niður-
lægjandi stjórnarhættir, hörmulegir verslunarhættir eða illt ár-
ferði, enda býr andi þjóðarinnar í tungumálinu.
Tengslin við úrkynjunarhugmyndir Fichtes eru skýr í þessari
umfjöllun. Samkvæmt Fichte felst trénun frönsku þjóðarinnar
ekki í líkamlegum dauða heldur í andlegri hnignun. Sú hnignun