Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 103
SKÍRNIR
MÝTAN UM ÍSLAND
97
myndar þjóðarinnar við pólitíska ákvarðanatöku, hve margvísleg-
ar birtingarmyndir þjóðernishyggjan hefur og þá gerjun sem nú
virðist eiga sér stað hérlendis. Mig langar til að taka áskorun frá
Homi K. Bhabha (1990, 2-3) um að rannsaka beri þjóðir sem frá-
sagnir eða frásagnirnar sem skapa þjóðirnar (narratives of
nations). Bhabha bendir á að þjóðir, líkt og tungumál, hafi ekki
fasta merkingu heldur séu þær skapaðar með „textalegum aðferð-
um“ (textual strategies) sem eigi sér sína eigin sögu. Eg ætla mér
því ekki þá dul að greina „raunveruleikann" frá „mýtunni" eða
dæma hver segi satt um þjóðernið og söguna, heldur er þetta
rannsókn á orðræðu um þjóðerni.
Þjóðernisbyggja: Frjálslynd eða íhaldssöm?
Þjóðernishyggjan hefur verið kölluð einhver mikilvægasta hug-
sjón mannkynssögunnar og sú sem markað hefur hvað dýpst
spor síðustu tvær aldirnar.4 En þjóðernishyggjan er nýlegt fyrir-
bæri í sögunni, sprottin úr sérstökum aðstæðum sem réttlæting á
nýlegu samfélagsformi, þjóðríkinu. Þetta er mikilvægt atriði sem
flestir fræðimenn leggja áherslu á: Þjóðir og þjóðríki eru ekki
„náttúruleg" fyrirbæri heldur „menningarlegar afurðir“.5 Bene-
dict Anderson hefur einnig lýst þjóðum sem „ímynduðum sam-
félögum" því þær skapi samkennd og tengsl milli fólks sem
aðdraganda EES aðildarinnar og deilum um fulla aðild að ESB eftir aðildar-
samninga hinna Norðurlandanna í EFTA. Stuðst var við margvísleg gögn,
m.a. ítarleg viðtöl við þingmennina Björn Bjarnason (D) formann utanríkis-
málanefndar Alþingis, Guðmund Bjarnason (B) fv. heilbrigðisráðherra, Krist-
ínu Einarsdóttur (V) fv. leiðtoga Samstöðu um óháð ísland og Svavar Gests-
son (G) fv. menntamálaráðherra. Auk viðtalanna studdist ég við nýlega rit-
gerð, Sjálfstxðisbaráttan hin nýja: um œttjarðarást og alþjóðahyggju með
meiru, eftirjón Baldvin Hannibalsson (A) utanríkisráðherra, en í henni leitar
hann svara við sömu spurningum og ég lagði fyrir viðmælendur mína (1994a).
Þá fór ég yfir umræður á Alþingi um Evrópumál, utanríkismál almennt og
menningarmál, greinar í dagblöðum, skýrslur Evrópunefndar Alþingis, upp-
lýsingaefni frá utanríkisráðuneytinu, útgáfur og samþykktir stjórnmálaflokk-
anna og lög um fjölmiðla, menntun og íslenska tungu.
4 Sjá: Peter Alter 1989, 4; Anthony D. Smith 1979,1.
5 Þetta er tilraun mín til að íslenska hugtak Andersons „cultural artefacts”
(1983, 13).