Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 68
62
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
SKÍRNIR
Skyldleikinn við orðræðu Jóns Aðils er skýr. Samkvæmt Bene-
dikt er réttlæting þjóðernisins m.a. tungumál og þjóðarmeðvit-
und; þangað sækir hann rökin fyrir því að þjóðin verði að öðlast
sjálfstjórn svo að framfarir geti orðið.
Sömuleiðis er fróðlegt að skyggnast um í dagblöðum árið
1908, fimm árum eftir útkomu Islenzks þjóðernis, en í alþingis-
kosningum þá um haustið var Uppkastið svonefnda, eða drög að
samningi um ríkisréttarsamband Islands og Danmerkur, aðalhita-
málið. Kosningabaráttan var harðari en áður voru dæmi um56 og
eru rökin gegn Uppkastinu víða í ætt við málflutning Jóns Aðils.
í Isafold, má t.d. finna grein sem ber nafnið „Vér gerum það
aldrei!“. Þar ræður ferðum hugmyndin um yfirburði íslendinga á
gullöld en lýsingin tengist þúsund ára afmæli Alþingis árið 1930:
Árið 1930 - eftir tuttugu og tvö ár - [...] þá verður margt um manninn
á Þingvelli við Öxará [...]. Það er þúsund ára afmæli alþingis.
Árið 930 er það stofnað. Þá er ísland þjóðveldi. Það er fullveðja rfki,
sjálfstjórnarríki, með engan konung yfir sér. Gullöldin rennur upp -
meiri og glæsilegri en önnur lönd flest hafa átt að fagna.57
Þá ræðir höfundur hvernig allt lagðist á eitt við að þjaka þessa
yfirburðaþjóð, áþján konungsvaldsins, ís og hungur, eldar og
drepsóttir. Hefði þjóðin líklega dáið út ef ekki hefði komið til
þjóðarvitundin: hún „hefir einu sinni borið of sterka birtu þessari
þjóð, til þess að hún geti dáið alveg út. Hún hefir haldið oss við.“
Að lokum talar höfundur um hvernig endurheimta megi hina
fornu frægð:
Oss vantar ekki annað en að sýna það öðrum þjóðum, hvað vér eigum
fagran feril að baki. Þá benda þær oss á, eins og þær eru teknar til að
gera, að vegurinn fram undan geti orðið oss enn þá fegri frægðarbraut en
hin.58
Óþarft er að fara mörgum orðum um skyldleika þessara orða við
hugmyndir Jóns, svo augljós er hann. Sömuleiðis er kunnuglegur
blær á greininni „Móðurmálið“ sem birtist í Isafold sama ár:
56 Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson, Islandssaga til okkar daga, s. 349-51.
57 ísafold, 27. júní, 1908. Höfundar ekki getið.
58 Sama heimild.