Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 229
GREINAR UM BÆKUR
KIRSTEN WOLF
Hin nýja
bókmenntasaga Islendinga
Guðrún Nordal, Sverrir Tómasson og
Vésteinn Ólason (ritstj.)
Islensk bókmenntasaga I
Mál og menning 1992
Böðvar Guðmundsson,
Sverrir Tómasson, Torfi H. Tulinius
og Vésteinn Ólason (ritstj.)
Islensk bókmenntasaga II
Mál og menning 1993
það TELST TIL TÍðinda þegar út koma tvö fyrstu bindin í fyrirhugaðri
fjögurra binda ritröð um sögu íslenskra bókmennta frá fyrstu ritum fram
á þennan dag. í fyrsta og öðru bindi er fjallað um íslenskar bókmenntir
fram til 1750.
Fyrsta bindi hefst á inngangi eftir Véstein Ólason, þar sem hann fjall-
ar um menningu, hugsunarhátt og trúarbrögð á síðari hluta víkingaaldar.
Þessi inngangur leggur síðan grunninn að bókmenntaumræðu annarra
kafla. Eins og við er að búast í verki sem þessu er umfjöllunin í tímaröð.
Þannig fjalla kaflar tvö („Kveðskapur af fornum rótum - eðli og ein-
kenni“), þrjú („Eddukvæði") og fjögur („Dróttkvæði") - allir skrifaðir af
Vésteini Ólasyni - um elsta kveðskapinn. í fimmta kafla er fengist við
veraldlega sagnaritun frá 1120 til 1400, það er að segja Islendingabók,
Landnámabók, Kristni sögu, sögur sem tengjast Sturlunga sögu, biskupa-
sögur og konungasögur; Sverrir Tómasson skrifar þennan kafla að und-
antekinni umfjölluninni um Sturlunga sögu, sem Guðrún Nordal skrifar.
Sverrir er einnig höfundur að kafla sex, „Kristnar trúarbókmenntir í
óbundnu máli“, þar sem fjallað er um helgisögur og skyld verk og kafla
átta, „Erlendur vísdómur og forn fræði“, þar sem fjallað er um málfræði-
ritgerðirnar fjórar, Snorra Eddu, guðfræðileg verk og heimspekileg,
lögfræðileg verk, heimsmyndarfræðileg verk og alfræðirit. Sjöundi kafli,
„Kristileg trúarkvæði til loka 13. aldar“, er eftir Véstein Ólason.
Annað bindi er með sama sniði og hið fyrra. Það hefst á stuttum inn-
gangi eftir Véstein Ólason, þar sem gerð er grein fyrir sögulegu og
menningarlegu baksviði þeirra bókmennta sem reifaðar eru í köflunum á
eftir. Hið bókmenntalega yfirlit hefst á umfjöllun um Islendingasögur og
þætti eftir Véstein Ólason, en þar á eftir fer umfjöllun Torfa H. Tulinius-
ar um „Kynjasögur úr fortíð og framandi löndum“, það er að segja
Skírnir, 169. ár (vor 1995)