Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 237
SKÍRNIR HIN NÝJA BÓKMENNTASAGA ÍSLENDINGA
231
útgefanda í þessum bindum. Það er einnig mikill ruglingur á útgefnum
og óútgefnum verkum. Þannig eru Lygisögur sagðar Sverri Tómassyni
fimmtugum (1991) og Maukastella færð Jónasi Kristjánssyni fimmtugum
(1974) taldar með bókum, en eru í raun fjölfaldaðir bæklingar, og aðeins
aðgengilegir fáeinum fræðimönnum utan Stofnunar Árna Magnússonar.
Átakanlegt dæmi er þegar grein Davids McDougalls, „Patristic sources
for Icelandic texts: Pseudo-Augustine in Jóns saga baptista II and the
Fourth grammatical treatise“ er sögð „sérstakt fjölrit" gefið út í tengsl-
um við Sjötta alþjóðlega fornsagnaþingið 1985. Það sem kallað er „sér-
stakt fjölrit“ var í raun fjölrit sem dreift var til ráðstefnugesta, en af
heimildatalinu mætti ráða að hér væri á ferðinni viðauki við fyrirlestrana
('Workshop Papers) sem gefnir voru út áður en ráðstefnan hófst. Svo illa
unnar, villandi og ófullnægjandi heimildatilvísanir eru óafsakanlegar -
þetta er ljóður á þessu bindi og svartur blettur á annars ágætu verki.
Engan skyldi heldur undra að bókatitlar skuli stundum vera styttir. Ekki
er heldur gerð fullnægjandi grein fyrir lokaritgerðum og doktorsritgerð-
um: titlar doktorsritgerða eftir Margaret C. Hunt (II, bls. 538) og Ian
McDougall (I, bls. 604) eru til dæmis skáletraðir eins og um útgefnar
bækur væri að ræða (enginn útgáfustaður er tilgreindur fyrir þá síðar-
nefndu og í hvorugu tilvikinu er getið um háskóla). B.A. ritgerð eftir
Elínu Bjarnadóttur er hér gefið vægi bókar (I, bls. 593) - höfundinum án
efa til mikillar ánægju, en óverjandi þegar um heimildatilvísun er að
ræða.
Annar jafnslæmur galli á bindunum tveimur er hve orðaskrárnar aft-
ast eru snautlegar, þar er einkum að finna mannanöfn. Itarleg atriðis-
orðaskrá er ómissandi í bindum sem þessum, ekki síst þar sem aðalnot-
endurnir verða að öllum líkindum nemar eða almennir lesendur (þó að
þessi skortur mundi án efa ergja jafnvel reynda fræðimenn).
í bindunum tveimur eru óvenjumargar myndskreytingar, 569 í fyrsta
bindi og 518 í öðru bindi, sem gerir næstum eina mynd á síðu að meðal-
tali. Þó að margar myndanna af miðalda- og nútímalistaverkum frá Is-
landi, Norðurlöndum og meginlandinu, séu kunnuglegar, svo sem litla
bronssyttan af Þór úr Eyjafirði (I, bls. 20), rúnasteinninn í Jalangri (I,
bls. 25), hvalbeinsskrínið Franks casket (I, bls. 77), Ásubergsskipið frá
Vestfold í Noregi (I, bls. 142), lýsingin af Agli Skalla-Grímssyni í AM
426 fol. (I, bls. 204), og tréskurðarmyndin af Maríu og heilagri Önnu
með sveininn Jesúm úr kirkjunni í Holti í Önundarfirði (II, bls. 281), eru
aðrar, svo sem marmarahásæti Karlamagnúsar í Aachen (II, bls. 197),
teikning Harolds Fosters af Prins Valíant (II, bls. 183), koparstunga
Albrechts Durers af Erasmus frá Rotterdam (II, bls. 385) og gróteska
miðaldahöggmyndin frá Frakklandi (II, bls. 229), býsna óvenjulegar, en
alls ekki óviðeigandi, heldur bera vott um hugmyndaauðgi og útsjónar-
semi Hrafnhildar Schram, sem hafði umsjón með myndskreytingum í
bindunum tveimur. Oftastnær styðja myndirnar meginmálið, til dæmis