Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 252
246
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
svima um eðli hlutanna.20 Með þessu skapar Helga íróníska fjarlægð
milli lesanda og túlkunarhefðar sem erfitt er að brúa aftur. Lesandinn er
sjálfur orðinn írónisti og sem slíkur er hann virkur í lestri sínum á hefð-
inni.
Þrátt fyrir þá áherslu sem sumir afbyggjendur leggja á íróníska til-
vistarhyggju og söguskoðun, felst mikilvægi femínískrar greiningar fyrst
og fremst í endurskoðun á ríkjandi gildum. Femínisminn er að þessu
leyti sérlega hentug aðferðafræði, því honum fylgir pólitísk og kynferð-
isbundin festa. Því er minni hætta á að afbyggjandi femínisma fylgi það
merkingarleysi, sem menn örvænta stundum yfir. Femínisminn getur
forðast afstæðishyggju, en þó verið margræður, vegna þess að hann kem-
ur fram sem markviss gagnrýni á viðmiðunarkerfi karlveldisins, en ekki
sem höfnun á merkingarkerfum almennt. Femínismi afbyggir og byggir
upp í senn. Helga bendir iðulega á þennan þátt kvenlegrar uppreisnar í
Máttugum meyjum, þar sem mótþróinn miðar oft að umbótum í samfé-
laginu. Þannig lýsa grátljóð eddukvæða miklum tilfinningahita, trega og
reiði og gráturinn blandast særingum, hvatningum, ásökunum og
bölbænum. I þeim „er mikil reiði yfir hlutskipti kvenna í hernaðarsamfé-
lagi karla sem þær harma. Hann felur í sér uppreisnarafl sem er samfélag-
inu hættulegt og það reynir að bæla“ (78).
III
I grein sem birtist í Skírni vorið 1990 kvartar Gunnar Karlsson yfir því
að menn hafi „einangrað sagnfræðina frá því þjóðfélagi sem hún á að
þjóna og ganga inn í“.21 Setur hann henni siðferðilegt hlutverk og segir
að ein af forsendum hennar eigi að vera að opna augu einstaklinga fyrir
komin Yngvildur fagurkinn og vill karlinn ekki selja hana með afföllum og
segist heldur munu „kvelja hana til dauða" (204). Karl flytur hana með sér
heim til íslands og býður hana Skíða og Ljótólfi, en hvorugur vill sjá hana og
bæta við að engum muni hún nú „of stór þykjast" (206). Ljótólfur tekur þó
að lokum við henni, en sagan lætur ósagt um farnað hennar upp frá því, þar
sem menn kunnu ekki að segja, „hvárt hon hefir gipt verit, en sumir segja, at
hon hafi tortímt sér af óyndi“ (206). Helga segir valið standa milli hjónabands
og dauða og dæmin virðast renna stoðum undir þá fullyrðingu hennar (sjá
nánar í Máttugum meyjum 147-52). Jónas Kristjánsson segir söguna skylda
sögninni um „tamningu kvenskassins" og „kóngsdótturina dramblátu" (lxxx-
vii), en kemur með enga frekari greiningu á efni sögunnar.
20 Sjá grein Paul de Man „The Rhetoric of Temporality" í Blindness and Insigbt:
Essays in the Rhetoric of Contemporary Criticism. University of Minnesota
Press: Minneapolis, 1983.
21 Gunnar Karlsson, „Að læra af sögunni“. Skírnir, vor 1990, s. 178.