Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 23
SKÍRNIR
STYÐ EG MIG AÐ STEINI
17
Án titilsins getur lesandi að kvæði Goethes ekki ákvarðað kyn
ljóðmælandans. Leiti hann hins vegar vísbendingar heldur hann
sig kannski hafa fundið hana, en er þá á alvarlegum villigötum.
Það sem gæti virst vera vísbending eru orðin „Der Wandrer"
seinast í öðru erindi Goethes. Fyrir Goethe sjálfum er „Der
Wandrer" alhæfð persóna sem ekki ber að leggja að jöfnu við
(kvenkyns) ljóðmælandann, sem hér segir ekki annað en að hún
sjái ímynd ástvinar síns í djúpum næturinnar á þeirri stund þegar
ferðalangurinn - hvaða ferðalangur sem vera skal! - skelfur á
mjóum stígnum. Lesandi sem legði „Der Wandrer" að jöfnu við
ljóðmælandann mundi hins vegar nær örugglega draga þá ályktun
að ljóðmælandinn sé karlkyns.17 Að mínu mati stafar breyting
Jónasar á kyni ljóðmælandans í „Man eg þig Mei!“ af (1) van-
þekkingu hans á titlinum á kvæði Goethes (og þar með þeirri
merkingu sem Goethe lagði í verk sitt), og (2) þeirri ályktun
Jónasar að ljóðmælandinn sé karlkyns, annað hvort vegna þess að
hann lét „Der Wandrer“ villa um fyrir sér eða taldi ómeðvitað - í
ljósi íslenskrar ljóðahefðar og hefðbundinna kynhlutverka sam-
tímans - líklegra að Ijóðmælandinn væri karlmaður en kona.18
17 Athyglisvert er að skoða þýðingu á ljóði Goethes sem Matthías Jochumsson
gerði mörgum árum á eftir Jónasi. Enda þótt Matthías reyndi að vera trúr
frumtextanum, gerir hann ljóðmælandann ekki einungis karlkyns (og kallar
þýðinguna ,,Unnustan“) heldur lætur þennan ljóðmælanda vera „Der
Wandrer" (Matthías Jochumsson, 2:577). Var Matthías hér undir áhrifum frá
Jónasi?
18 Ég hef ekki í hyggju að ræða hugmyndir fyrri alda um kynhlutverk á þessum
vettvangi en vil þó taka fram að ég get ekki fellt mig við þá hugmynd að Jónas
hafi breytt kyni ljóðmælandans, viljandi og meðvitað, af þeirri ástæðu einni að
hann hafi verið gamaldags karlrembusvín. Sveinn Yngvi Egilsson hefur bent
mér á, í þessu samhengi, að Grímur Thomsen hikaði ekki við að breyta kyni
ljóðmælandans í fyrstu persónu ljóðum eftir sjálfa Saffó, en lagði samhliða
metnað sinn í að yrkja þýðingu sína „[ujndir bragarhætti frumkvæðisins"
(1969, 283 og áfram). Matthías Jochumsson fór eins að í þýðingu sinni á
„Náhe des Geliebten", eins og nefnt var hér að framan. Spyrja má hvort þessir
þýðendur hafi breytt kyni ljóðmælandans til samræmis við sitt eigið, og ef svo
er, hvort rætur þeirrar breytingar séu af fagurfræðilegum eða kynbundnum
toga. Breytingar á kyni ljóðmælenda í ljóðaþýðingum á íslandi og víðar um
Evrópu á átjándu og nítjándu öld eru efni í ítarlegar rannsóknir.
Viðvíkjandi breytingunni á kyni ljóðmælandans í „Man eg þig Mei!“ má
minna bæði á tengsl kvæðisins við „Guðrúnu Stephensen" (þar sem ljóðmæl-
andi er karlmaður) og þá staðreynd að Jónas virðist almennt hafa kunnað því