Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 194
188
VIRGILL
SKÍRNIR
ugri: hann er dreginn áfram af hestunum og lafir aftur á bak úr
tómum vagni, en heldur þó enn um tauma; hnakkinn og hárið
strýkst með jörðu og spjótið, öfugt, ristir slóð í dustið. En meðan
þessu fór fram héldu Trójukonur með flaksandi hár að hofi
Pallasar, sem var í reiðihug, og færðu henni skrautklæði, ákölluðu
hana sorgmæddar og börðu sér á brjóst: en gyðjan vék sér undan
og starði stjörfum augum til jarðar. Þrívegis kringum múra Tróju
dró Akkilles Hektor, og Akkilles seldi lífvana líkamann fyrir gull.
En sárast andvarpaði Eneas er hann sá herföngin, vagninn og
sjálft lík vinar síns og Príamus fórna höndum vopnlausan. Hann
bar og kennsl á sjálfan sig í atganginum á meðal foringja Akkea
og sá herinn frá Austurlöndum og vopn Memnons svarta. Pen-
þesílea stýrir, í ofsa, fylkingum Amasónanna, er báru hálfmána-
skildi; hún fer hamförum meðal þúsundanna, og hefur um sig
spennt gylltri gjörð undir berum brjóstunum; herkona er hún og
hefur hugrekki, meyjan, til að etja kappi við karla.
Meðan Dardaninn Eneas heillast af þessu og einblínir niður-
sokkinn á myndirnar, þá var drottningin, hin undurfagra Dídó,
að ganga til hofs, umkringd hópi yngissveina. Eins og Díana stýr-
ir dansinum á bökkum Evrótas-fljóts eða efst á Kyntus-fjalli;
þúsund Fjalladísir hópast að úr öllum áttum; hún ber örvamælinn
um öxl og gnæfir yfir allar hinar gyðjurnar þar sem hún gengur;
um þögult brjóst Latónu fer fögnuður; eins var Dídó, þannig
gekk hún glöð mitt á meðal manna sinna, eggjaði þá til verks, svo
að komandi ríki yrði framgengt. I fordyri gyðjunnar, beint undir
hofhvelfingunni, tók hún sér sæti, umlukin vopnum, á háum
veldisstóli, skipaði mönnum rétt og lög, deildi út verkefnum með
sanngirni eða lét varpa um þau hlutkesti; þá sér Eneas skyndilega
að inn ganga í mikilli þröng Anteus og Sergestus, hreystimennið
Klóantus og aðrir Tevkrar; hafði dimmur stormurinn sundrað
þeim á sjónum og þá hrakið til annarra fjarlægra stranda. Hann
rak í rogastans, og eins Akkates, og þeir urðu í senn glaðir og
óttaslegnir; þeir þráðu að heilsa þeim með handabandi, en óvissan
ruglar þá í ríminu. Þeir halda aftur af sér og freista þess að fá
njósn af því, hjúpaðir þokunni, hvað bíði mannanna, hvar þeir
geymdu flotann, hvers vegna þeir væru hingað komnir; því valdir