Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 143
SKÍRNIR
SPJALDVEFNAÐUR ENDURVAKINN
137
undrun sætti. Eftir það varð Margrét mjög elsk að öllu sem ís-
lenskt var, hún eignaðist Islendinga að vinum, gott safn íslenskra
bóka og íslenska muni sem hún hafði ánægju af.5 Hún þýddi enn-
fremur íslenskt lesmál á þýsku. Þar á meðal voru ljóð íslenskra
skálda (Proben Islándischer Lyrik) sem birtust árið 1894, úrval af
þjóðsögum Jóns Arnasonar sem út kom í tveimur bindum árin
1889 og 1901, og loks greinar og ritgerðir eftir ýmsa höfunda
(Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi, Ólaf Davíðsson, Þorvald
Thoroddsen, Pálma Pálsson og fleiri). Flest tengjast viðfangsefni
greinanna íslenskri þjóðfræði sem var Margréti mikið áhugamál.
Þóttu þýðingar hennar vel af hendi leystar (Þorvaldur Thorodd-
sen 1912, 105; Valtýr Guðmundsson 1898a).
Vegna skrifa sinna um íslensk málefni komst Margrét í sam-
band við allmarga íslendinga, þar á meðal hjónin Þóru og Þorvald
Thoroddsen. Bréfaskipti þeirra hófust árið 1885 og stóðu í tutt-
ugu og fjögur ár. Þóra (1847-1917) var mikil áhugakona um
handavinnu og meðal annars einn af þremur höfundum að fyrstu
hannyrðabók sem prentuð var á íslandi, Leiðarvísi til að nema
ýmsar kvennlegar hannyrbir (1886). Þær Þóra og Margrét áttu
fleiri sameiginleg áhugamál auk handavinnunnar því þær höfðu
báðar áhuga á myndlist og sinntu henni. Þær hittust að minnsta
kosti þrisvar, í Kaupmannahöfn og Berlín, en Thoroddsen-hjónin
voru búsett í Kaupmannahöfn frá 1895 (Bogi Th. Melsted 1917,
11). í minjasafni Þóru og Þorvaldar Thoroddsen varðveittu á
Þjóðminjasafni eru geymd yfir fimmtíu bréf og póstkort frá Mar-
gréti til Þóru frá tímabilinu 1893 til 1909, sum skrifuð á íslensku,
nokkur á ensku, en flest á dönsku. í bréfunum minnist Margrét
nokkrum sinnum á spjaldvefnað og tilraunir sínar með hann.
Þóra virðist ekki hafa kunnað skil á spjaldvefnaði, því að Margrét
sendir henni leiðbeiningar og ofin bönd (Bréfasafn Þ. og Þ. Th.
192, VIII). Meðal muna sem Þorvaldur gaf Þjóðminjasafni ís-
lands í júlí 1919 eru tveir spjaldofnir borðar eða sýnishorn (7908
og 7909) sem í aðfangabók eru sagðir „sennilega eftir ungfrú
Margr. Lehmann-Filhés“.
5 Árið 1914 voru íslensk bönd úr eigu Margrétar sögð varðveitt í Museum fiir
Völkerkunde í Berlín (Heinrich Volkart 1914, 71).