Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 157
SKÍRNIR
LANDNÁM 1 HÚNAÞINGI
151
staður endaloka. í hinni íslensku frummynd Einars Pálssonar
kallast staðurinn „Þrídrangar", undan Landeyjum. 2
Annar flokkur geisla er sýndur á myndinni, en þær stefnur
eiga það sameiginlegt að vera margfeldi af 18 gráðu horni, mældu
frá höfuðáttum, og skipta þær hringnum í 20 jafna geira.3 Mældar
frá norðri eru stefnurnar: 18°, 36°, 54°, 72°, 90° o.s.frv., upp í 360°.
Auk höfuðátta koma þessar stefnur einungis fram í gögnum Ein-
ars sem 36° horn frá suðri eða norðri, og eru þær e.t.v. merkastar í
þessum flokki. Ég geri ráð fyrir að þessar línur skeri miðju
hringsins, en sérstök „hjámiðja“ tengist þessum stefnum í niður-
stöðum Einars úr Rangárvallasýslu. Þó að ég hafi að gefnu tilefni
útvíkkað þessa vinnutilgátu þannig að allar ofangreindar stefnur
komi til greina, vil ég ekki fullyrða að þær eigi allar við í hverju
tilviki. Þessi horn má t.d. mynda með nokkurri nákvæmni með
því að nota rétthyrnda þríhyrninginn með hliðarlengdum 3, 4 og
5, sem kenndur er við Pýþagóras (sjá 1. mynd (b)). Þennan þrí-
hyrning telur Einar einnig eitt grundvallarhugtak hins forna þjóð-
skipulags, bæði sem eiginlegt mælingatæki og í afleiddri merkingu
sem „rétt skipan“. Önnur fornfræg flatarmálsmynd, sem felur í
sér þessi horn með fullri nákvæmni, er fimmarma stjarnan.4
Yfir hjóli landsins má hugsa sér hvolf, hálfkúlu, sem hefur
sama geisla (radíus) og hjólið. Líta má á línur þær sem dregnar
eru á jörðina út frá miðjunni sem stoðir eða ása sem ganga þvert
um heimslíkanið. Einnig má hugsa sér að upp frá miðjunni rísi
súla eða tré sem nær upp í hvolfið. Fyrirmynd þessarar stoðar er
e.t.v. snúningsás himinhvolfsins. Alheimurinn er samsettur úr 9
sammiðja hvelum eða himnum, hverjum utan annars. Þannig má
hugsa sér 9 stig frá athuganda í miðju heimsins, út í ystu endi-
2 Einar Pálsson, Baksvið Njálu, Mímir 1969, bls. 80-83 og 204-7.
3 Stefnur í þessari ritgerð eru táknaðar sem horn í gráðum til austurs (réttsælis)
frá hánorðri. Þannig er t.d. 0° norður, 90° austur og 270° vestur. Neikvætt for-
merki táknar horn rangsælis frá norðri. Einnig má tákna stefnur sem t.d.
N45°A, sem táknar 45° austan norðurs, eða S20V, sem er 20° vestan suðurs, og
jafngildir 180°+20°=200°.
4 Einar Pálsson, Rammislagur, Mímir 1978, bls. 19; Alþingi bið forna, Mímir
1991, bls. 95-97; The sacred triangle of Pagan Iceland, Mímir 1993, bls. 38-49.