Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 70
64
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
SKÍRNIR
stórmikla þýðingu til að benda þjóðinni og leiðtogum hennar á, hvert
væri hennar hlutverk.62
Hér tel ég að Jónas hafi hitt naglann á höfuðið: fyrirlestrarnir
voru einmitt „ljósker hinna pólitísku drauma“. Þeir vísuðu veg-
inn inn í framtíðina og bjuggu Islendingum heildstæða sjálfs-
mynd sem hentaði þeirri baráttu sem þeir áttu í. George Kelly
segir að Avörp Fichtes hafi fjallað um „sjálfsmynd“ þýsku þjóð-
arinnar, þau hafi lagt áherslu á „bæði sögulega dýpt og sameigin-
leg örlög“.63 Fyrirlestrum Jóns Aðils má gefa svipaða einkunn.
Jón Ormur Halldórsson hefur bent á að menningarlegt sjálfs-
traust sé ein af höfuðforsendum þess að hægt sé að reisa samstæð-
ar þjóðir.64 Sagnfræði Jóns Aðils var sniðin til þess að byggja upp
slíkt „sjálfstraust” meðal Islendinga.
Eins og vikið var að í byrjun má enn greina hugmyndir Jóns í
viðhorfum íslendinga til sjálfra sín. Nærtækt er að benda á dæg-
urlagatextann „ísland er land þitt“ sem fengið hefur sess sem eins
konar nútímaþjóðsöngur Islendinga.65 Þar er að finna hugmyndir
um lífrænt samband einstaklings og þjóðar („íslensk sú lind, sem
um æðar þér streymir"), afrek feðranna („Island er feðranna af-
rekum hlúði“), afburði íslensks lundarfars („íslensk er viskan“ og
„íslensk er lundin með karlmennsku þor“), frumskyldu einstak-
lingsins að helga þjóðarheildinni krafta sína („íslandi helgar þú
krafta og starf“), hreinleika íslenskrar tungu og allt að því sið-
ferðilega nauðsyn þess að varðveita hann („íslensk er tunga þín,
skír eins og gull“ og „íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma / ís-
lenska tungu, hinn dýrasta arf“). Einstaklingurinn, sagan, landið
og tungan eru í þessum vinsæla dægurlagatexta samofin í upphaf-
inni þjóðarheild sem stefnir á vit framtíðar.
62 Jónas Jónsson, „Jón Jónsson Aðils...“, s. XXI [leturbreyting mín].
63 George Kelly, „Introduction", s. XXVII.
64 Sjá Löndin í suðri. Stjórnmál og saga skiptingar heimsins, Heimskringla,
Reykjavík 1992, s. 45.
65 Textinn er eftir Margréti Jónsdóttur og er prentaður í Nýju söngbókinni,
Klettaútgáfan í samráði við Samtök áhugafólks um alnæmisvanda og lands-
nefnd um alnæmisvarnir, Reykjavík 1990, s. 13-14.