Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 89
SKÍRNIR
ÞJÓÐERNISSTEFNA, HAGÞRÓUN
83
lengur en flestar aðrar þjóðir í Norður-Evrópu og það var ekki
fyrr en eftir 1890 að Alþingi breytti um stefnu.
Að framansögðu er ljóst að efnahagsleg frjálslyndisstefna átti
erfitt uppdráttar í íslenskum stjórnmálum, hennar gætti helst hjá
íslenskum stúdentum og menntamönnum í Höfn. Jón Sigurðsson
er einn fárra stjórnmálamanna á upphafsskeiði sjálfstæðisbarátt-
unnar - og mætti ef til vill bæta Tómasi Sæmundssyni og Jóni
Guðmundssyni á þann lista - sem kallar beinlínis eftir ákveðinni
borgaralegri þróun þjóðfélagsins. Jón Sigurðsson vildi að bæir
risu upp með innlendri verslunarstétt sem tæki að sér að greiða
Islendingum aðgang að erlendum mörkuðum. Raunsætt mat Jóns
sýndi þó að slíkar aðstæður myndu vart skapast í náinni framtíð í
svo eindregnu landbúnaðarsamfélagi sem Island var. Lausnina á
þessum vanda fann hann í góðri og gegnri danskri hugmynd: að
láta vel menntaða bændastétt koma í stað millistéttarinnar.34
Skýrast koma áhrif frjálslyndisstefnunnar fram í verslunar-
málum. Fríverslunarstefna festist í sessi upp úr miðri öldinni, en
sú staðreynd hefur grundvallarþýðingu í okkar samhengi vegna
þess að stefnan í verslunarmálum er notuð sem helsti mælikvarð-
inn á hvort ríki fylgja þjóðernissinnaðri efnahagsstefnu, sérstak-
lega á 19. öldinni.35 Með fríverslun er ekki aðeins átt við þátta-
skilin árið 1855, þegar verslun við utanríkismenn var gefin frjáls,
heldur þá stefnu að leggja ekki á innflutningstolla til verndar inn-
lendri framleiðslu.36 Þeirri stefnu var staðfastlega fylgt fram í
kreppuna miklu á fjórða áratug þessarar aldar.
34 Jón Sigurðsson, „Um bændaskóla", Ný félagsrit VII (1849), bls. 90.
35 Arcadius Kahan, „Nineteenth-Century European Experience with Policies of
Economic Nationalism“, í Harry G. Johnson (ritstj.), Economic Nationalism
in Old and New States (London, 1968), bls. 17-30. - Cambridge Economic
History of Europe VIII (Cambridge, 1989). - Sidney Pollard, Peaceful
Conquest. The Industrialization of Europe 1760-1970 (Oxford, 1986), bls.
252-77. - Forrest H. Capie, (ritstj.), Protectionism in the World Economy. The
International Library of Macroeconomic and Financial History 7 (Aldershot,
1992). - Dudley Seers, The Political Economy of Nationalism.
36 í umfjöllun sinni um þessi mál skoðar Guðmundur Hálfdanarson aðeins frelsi
útlendinga til verslunar á íslandi, sbr. „Frelsi er ekki sama og frjálshyggja",
Ný saga III (1989), bls. 4-11.