Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 234
228
KIRSTEN WOLF
SKÍRNIR
vísur í íslendingasögum rangt feðraðar. Væntanlega munu menn um
langa hríð glíma við þann vanda að ákvarða aldur vísna í sögum, en
ekki er hægt að leysa hann hér. Þess vegna verður sá kostur tekinn að
fullyrða sem minnst. (I, bls. 246)
Þótt höfundarnir gjaldi varhuga og fastheldni við atriðum á borð við
aldursákvarðanir, eru þeir framsæknir brautryðjendur þegar kemur að
bókmenntagreinum. Eitt af megineinkennum Islenskrar bókmenntasögu
er tilhneiging til að brjóta niður eða má út þá hefðbundnu og stífu flokk-
un íslenskra ritverka í bókmenntagreinar sem hefur tíðkast. Þannig hefur
verið venja að fjalla um fornaldarsögur Norðurlanda og riddarasögurnar
(þýddar og frumsamdar) hvorar í sínu lagi, einkum af landfræðilegum
ástæðum (fornaldarsögurnar gerast að mestu leyti á norðurslóðum en
riddarasögurnar á suðurslóðum), en einnig vegna þess að þessar bók-
menntagreinar eru á vissan hátt ólíkar. I því verki sem hér er til umræðu
hefur Torfi H. Tulinius aftur á móti ákveðið að einblína ekki á muninn á
þessum sagnahópum, heldur á það sem þeim er sameiginlegt og með-
höndla sögurnar sem „kynjasögur úr fortíð og framandi löndum". Hann
byggir umfjöllun sína á því að „fornaldarsögur og riddarasögur tilheyra
sömu bókmenntahefðinni, bæði innan íslenskra bókmennta og í bók-
menntum Evrópu, og því er hvorki auðvelt né æskilegt að draga of skýr
mörk milli þeirra“ (II, bls. 167). Þótt Torfi haldi heitunum fornaldar-
sögur (um „eldri“ verkin) og riddarasögur (um þýddu verkin), þá skil-
greinir hann „yngri“ fornaldarsögur og frumsamdar riddarasögur sem
rómansa (II, bls. 218).
Sambærilegt frávik frá hefðinni má finna í kafla Sverris Tómassonar
um veraldlega sagnaritun. Áður var venjan að spyrða saman íslendinga-
bók og Landnámabók þegar fjallað var um íslensk sagnarit frá miðöld-
um, til aðgreiningar frá Hungurvöku og öðrum biskupasögum annars
vegar og konungasögum hins vegar. Sverrir Tómasson bendir aftur á
móti á: „I grundvallaratriðum er þó enginn munur á þessum sagnagerð-
um“ (I, bls. 291). Til hægðarauka skiptir hann samt sagnaritunum í fjóra
flokka: (1) „Sagnarit um íslensk málefni, þjóðar- og ævisögur", (2)
„Konungasögur“, (3) „Veraldarsögur, heimsaldrar og annálar", og (4)
„Þýðingar erlendra þjóðarsagna". I fyrsta flokk falla Islendingabók,
Landnámabók, Kristni saga, Sturlunga saga, Hungurvaka og ævisögur
biskupanna Páls, Guðmundar, Lárentíusar og Árna Þorlákssonar. í öðr-
um flokki, sem hefur undirflokkana „þjóðarsögur" og „ævisögur", eru
meðal annars Skjöldunga saga, Heimskringla, Fagurskinna, Morkin-
skinna, Orkneyinga saga, Knýtlinga saga, Sverris saga, Böglunga sögur,
Hákonar saga Hákonarsonar, Magnús saga lagabœtis, og samsteypurit
eins og Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta. I þriðja flokki eru Veraldar
saga og íslenskir annálar og í fjórða flokkinn falla verk eins og Tróju-
manna saga, Rómverja saga, Breta sögur, Alexanders saga og Gyðinga