Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 76
70
GUÐMUNDUR JÓNSSON
SKÍRNIR
Sennilegt er að þessi hagstæðu efnahagsskilyrði hafi verið
mikilvæg forsenda þjóðernisvakningar með Islendingum og að
þjóðernisstefnan hafi myndað farveg fyrir og samhæft þarfir og
kröfur betur megandi bænda í atvinnumálum.7 Hefði aftur á móti
verið samdráttur í efnahagslífi eða bændur átt í samkeppni við
innfluttan varning má gera því skóna að þeir hefðu brugðist við
með því að takmarka erlend efnahagsáhrif og jafnvel snúa þjóð-
ernishreyfingunni upp í varnarbaráttu fyrir hefðbundnu efna-
hagsskipulagi, líkt og gerðist hjá Magyörum (Ungverjum) í
Austurríska keisaradæminu á löngu tímabili 19. aldar.8
Onnur líkleg efnahagsleg forsenda þjóðernishyggjunnar var
mishröð hagþróun í ríki Danakonungs.9 Þótt Islandi færi fram í
ýmsum atvinnuefnum var hagþróun miklu örari úti í Danmörku.
Bilið á milli væntinga manna hér og raunverulegs ásigkomulags
atvinnulífsins óx og þannig varð mishröð hagþróun landanna
uppspretta óánægju sem fékk útrás í vaxandi þjóðernishyggju. í
henni fundu Islendingar skýringar á því af hverju væri svo illa
komið fyrir þeim.10 Það voru yfirráð Dana sem héldu aftur af
7 Hugmyndin er ekki ný; Lúðvík Kristjánsson tengir efnahagsframfarir og
þjóðfrelsisbaráttu í ritverki sínu Vestlendingar, sjá t. d. II, 1 (Reykjavík, 1955),
bls. 81. Hér eru líkindi með kenningu Gellners að því leyti að vöxtur þjóðern-
isstefnunnar er rakinn til efnahagslegra breytinga. Gellner og reyndar marxist-
ar tengja þjóðernisstefnuna framgangi iðnaðarsamfélagsins, en á Islandi var
hagþróunin ekki komin svo langt; efnahagslegar breytingar sem var um að
ræða hérlendis voru frekar hagvöxtur innan landbúnaðarsamfélagsins og
sterkari markaðstengsl við útlönd. Gunnar Karlsson telur hins vegar að
menningarleg einsleitni íslendinga hafi gert þá móttækilega fyrir þjóðernis-
hyggju og skýri af hverju hún náði svo snemma fótfestu í landinu sem raun
varð á. Menningarleg einsleitni hafi einkum skapast vegna þess að lítil skil
voru á milli stétta, og að félagslegur hreyfanleiki hafi verið allnokkur, sjá
„Folk og nation pi Island", Scandia LIII;1 (1987), bls. 129-45.
8 Ivan T. Berend og György Ranki, „Economic Factors in Nationalism: A Case
Study of Hungary at the Turn of the Twentieth Century", í Berend og Ranki,
Underdevelopment and Economic Growth. Studies in Hungarian Social and
Economic History (Budapest, 1979), bls. 80-96.
9 Hugmyndin um „mishraða þróun“ er fengin að láni hjá Tom Nairn, The
Break-Up of Britain. Crisis and Neo-Nationalism (London, 1977).
10 Óánægjuefni af efnahagslegum toga eru rakin í Gunnar Karlsson, „Icelandic
Nationalism and the Inspiration of History", í R. Mitchison (ritstj.), The
Roots of Nationalism: Studies in Northern Europe (Edinburgh, 1980), bls. 77-89.