Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 49
SKÍRNIR
RÉTTLÆTING ÞJÓÐERNIS
43
mýking Þjóðverja náði hámarki með ósigrinum við Jena árið
1806 en þá náði Napóleon öllu Prússlandi á sitt vald.24 Fyrir þann
tíma var hugtakið „þýsk þjóð“ mjög óljóst. Mið-Evrópa skiptist
upp í aragrúa smáríkja og litu íbúarnir á sig sem þegna viðkom-
andi ríkis, svo sem Bæjaralands eða Saxlands. „Föðurlandið“ eða
„þjóðin“ gat merkt Þýskaland innan einhverra óljósra marka eða
átt við ríkið sem þeir bjuggu í. Það var fyrst í vörn gegn því sem
þýski sagnfræðingurinn Hagen Schulze nefnir „hina árásargjörnu
frönsku þjóðernishyggju“ að hugmynd Herders um að þjóðin
hefði sérstakt eðli þar sem hún talaði sérstakt tungumál tók að
breiðast út. Þá þróun má að stórum hluta rekja til áhrifa heim-
spekingsins Johanns Gottlieb Fichte en hann klæddi hugmynd
Herders í nýjan búning í upphafi nítjándu aldar í fyrirlestrum
sem nefndust Reden an die deutsche Nation eða Avörp til þýsku
þjóðarinnar.25
Fichte var fæddur árið 1762 í hertogadæminu Saxlandi. Hann
hóf nám í guðfræði í Jena átján ára gamall, var nemandi Immanu-
els Kant í Königsberg árið 1791 og skrifaði þar sitt fyrsta heim-
spekirit. Skrif hans vöktu aðdáun Kants og var heimspekilegur
sess Fichtes þar með tryggður. Arið 1793 hlaut hann stöðu í
heimspeki við háskólann í Jena, m.a. fyrir tilstilli Goethes, en árið
1799 fluttist hann til Berlínar.26
Á fyrsta áratug nítjándu aldar lagði Fichte drög að þeirri
stefnu sinni sem stjórnmálafræðingurinn George Kelly kallar
alþýðuheimspeki (Populdrphilosophie), þ.e. heimspeki ætlaðri til
24 Eda Sagarra, An Introduction to Nineteenth Century Germany, Longman,
London 1980, s. 6, Roland Stromberg, European Intellectual History ..., s. 25.
25 Sjá Dieter Diiding, „The Nineteenth-Century German Nationalist Movement
as a Movement of Societies", s. 22-23 og Hagen Schulze, „Die Geburt der
deutschen Nation", s. 299-300.
26 George Armstrong Kelly, „Introduction“ í Johann Gottlieb Fichte, Addresses
to the German Nation, Harper Torchbooks, New York 1968, VII-XXXII, s.
VII-X. Ellefu árum síðar hlaut hann kennarastöðu í heimspeki í Berlín en
henni gegndi hann til dauðadags 1814. Heimspeki Fichtes hafði umtalsverð
áhrif og hefur hann verið talinn annar af tveimur mikilvægustu heimspeking-
um Þjóðverja á tímabilinu milli Kants og Hegels en hinn er Friedrich von
Schelling. Sjá George Kelly, „Introduction", s. XIII og XVI og Roland
Stromberg, European Intellectual History..., s. 34.