Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 74
68
GUÐMUNDUR JÓNSSON
SKÍRNIR
íslendinga. Hin efnahagslega sjálfstæðisbarátta gegn Dönura féll
vel að hagsmunum innlendra kaupmanna, útgerðarmanna og iðn-
rekenda sem döfnuðu í skjóli hennar, og má því með sanni segja
að þjóðernisstefnan hafi verið verndarstefna fyrir innlenda borg-
arastétt. í annars ágætri bók Ólafs Ásgeirssonar, Iðnbylting
hugarfarsins,5 um hugmyndaleg átök á fyrri hluta aldarinnar er
horft fram hjá þjóðernisstefnunni sem sérstökum klofningsvaldi í
stjórnmálum. Átökin um erlent fjármagn í íslenskum atvinnuveg-
um á millistríðsárunum eru túlkuð fyrst og fremst sem átök varð-
veislusinna og iðjusinna, en þau voru allt eins, og jafnvel fremur,
átök þjóðernissinna og alþjóðasinna. Á hægri væng stjórnmál-
anna voru menn hlynntir borgaralegri þróun þjóðfélagsins, og í
þeim skilningi „iðjusinnar“ samkvæmt hugtakanotkun Ólafs Ás-
geirssonar, en margir þeirra voru jafnframt andsnúnir atvinnu-
rekstri útlendinga og stóriðju með erlendu fjármagni. Jakob
Möller er ágætt dæmi um einarðan talsmann þéttbýlis, einkafram-
taks og frjálsrar verslunar, en jafnframt ákafan þjóðernissinna,
sem var andvígur erlendri stóriðju af þjóðernislegum ástæðum -
ekki vegna andstöðu við borgaralega þróun samfélagsins.
Alþjóðahyggja sósíalista beið mikið afhroð í Evrópu í fyrri
heimsstyrjöldinni og varð aldrei söm. Á Islandi var alþjóðasinnuð
jafnaðarstefna meira áberandi á millistríðsárunum en eftir seinna
stríð, en átti samt alltaf erfitt uppdráttar, bæði vegna þess hve
sósíalisminn barst seint til landsins og að hér var fyrir mjög þjóð-
ernissinnuð pólitísk menning, sem gerði „útlendum“ kenningum
um stéttabaráttu erfitt um vik. Á hinn bóginn veittist þjóðern-
issinnum eins og Einari Olgeirssyni ekki erfitt að sameina þjóð-
frelsisbaráttu og stéttabaráttu, hvorttveggja stefndi að frelsun
undan kúgun og arðráni. Þegar félagar í Jafnaðarmannafélagi Ak-
ureyrar héldu eitt sinn upp á afmæli rússnesku byltingarinnar 7.
nóvember minntust þeir jafnframt aftöku Jóns Arasonar og sona
hans sama dag árið 1550.6 Með hnignun alþjóðasinnaðrar verka-
lýðsbaráttu á síðari árum og vaxandi fylgi vinstrimanna við
5 Atök urn atvinnuþróun á Islandi 1900-1940. Sagnfræðirannsóknir 9 (Reykja-
vík, 1988).
6 Einar Olgeirsson, Island í skugga heimsvaldastefnunnar. Jón Guðnason
skráði (Reykjavík, 1980), bls. 24.