Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 238
232
KIRSTEN WOLF
SKÍRNIR
með því að setja íslenskar miðaldabókmenntir í samhengi við aðrar mið-
aldabókmenntir, með því að endurspegla síðari tíma bókmenntaskoðun,
eða með því að láta fyrirbæri frá miðöldum speglast í sambærilegum nú-
tímaverkum. Þannig fylgir mynd af Patreksfirðingnum Þórði Guðbjarts-
syni, kvæðamanni frá tuttugustu öld, umfjöllun um munnlega geymd
kvæða (I, bls. 48), myndskreyting af tveimur elskendum úr franska
þrettándu-aldar-verkinu Breviari d’amour eftir Matfre Ermengaus varp-
ar ljósi á samband Hallfreðar og Kolfinnu í Hallfreðar sögu (II, bls. 94)
og ljósmynd úr kvikmyndinni „Útlaginn“ eftir Ágúst Guðmundsson
endurspeglar viðtökur og skilning á Gísla sögu á tuttugustu öld (II, bls.
126). Af öðrum myndskreytingum má nefna höggmynd Ásmundar
Sveinssonar, „Helreiðin", sem fylgir umfjöllun um eddukvæðið „Hel-
reið Brynhildar" (I, bls. 152) og málverk Jóhannesar S. Kjarvals,
„Lómagnúpur“, sem fylgir kafla um Njáls sögu (II, bls. 142). I mynda-
skrám (I, bls. 605-12 og II, bls. 549-58) má finna upplýsingar um upp-
runa myndanna, en í allmörgum tilfellum er þeim nokkuð áfátt. Hvað
varðar lýsingar úr miðaldahandritum öðrum en íslenskum, þá eru númer
til dæmis ekki tilgreind (dæmi: lýsingin af Ágústínusi kirkjuföður í
handriti hans að verkinu Um Guðs ríki í Bibliotheca Laurenziana í Flór-
ens [I, bls. 28], lýstir upphafsstafir í þýsku biblíuhandriti á Konunglega
bókasafninu í Kaupmannahöfn [I, bls. 29] og smámyndin af víkingum á
leið til Englands í ensku handriti í Pierpont Morgan bókasafninu í New
York [I, bls. 33]). I sumum tilvikum eru alls engar upplýsingar veittar
um tiltekið handrit, málverk eða listmun, hvar hann sé að finna, eða
hvaðan myndin sé fengin (t.d., I, bls. 157, 253, 256, 268, 279, 315, 327,
355, 417, 522, 549, 559). Úr þessu hefur að nokkru leyti verið bætt í öðru
bindi. í einu tilviki er ósamræmi milli upplýsinga í myndatexta og í
myndaskrá: franska tréristan sem sýnir ýmis tilbrigði við píslardauða (I,
bls. 438) er í myndatexta sögð vera frá fimmtándu öld, en í myndaskrá (I,
bls. 610) er hún sögð vera frá tólftu öld.
Annað áhugavert og vel til fundið atriði í umbroti bindanna tveggja
eru hin mörgu textahólf (um fimmtíu í fyrsta bindi og hér um bil eitt
hundrað í öðru bindi) sem afmörkuð eru með gráu. Þessi hólf, sem eru
frá nokkrum línum að lengd í heila blaðsíðu, eru stundum útúrdúrar, en
stundum geyma þau lesmál sem þjónar þeim tilgangi að gera nánari grein
fyrir ákveðnu atriði eða varpa ljósi á það. I fyrstu kunna þessi hólf að
virðast ruglandi og afvegaleiðandi, en lesandinn lærir fljótt að meta þau.
í mörgu tilliti gegna þau hlutverki lærðra neðanmálsgreina: þau auðga
umfjöllunina með gagnlegum skilgreiningum og viðbótarupplýsingum
sem annars íþyngdu meginmálinu og dræpu umræðunni á dreif. Þegar
rætt er um munnlega geymd kveðskapar, svo dæmi sé tekið, er grátt
textahólf notað til að skýra hugtökin eddukvæði og dróttkvæði (I, bls.
53) og í öðru er birt skýring Snorra á kenningum í Eddu (I, bls. 59). Með
kaflanum um dróttkvæði er birtur listi yfir heiðin íslensk hirðskáld