Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 245
SKÍRNIR
KVENLEG CRYMOGÆA?
239
II
Þótt Helga Kress taki ekki yfirlýst mið af nýsöguhyggju (new histor-
icism) í Máttugum meyjum og segist ekki vera „að leita að sögulegum
veruleika, hvað hafi í raun og veru gerst, hvar og hvenær" (9), sver bók
hennar sig í ætt við þá stefnu. Margir af forkólfum hennar hafa á síðustu
árum boðað uppstokkun hefðbundins gildismats á þeirri forsendu að
hugmyndafræði ráðandi karlhefðar horfi fram hjá öðrum hópum þjóð-
félagsins. Hinar mörgu og breytilegu áherslur stefnunnar einkennast
m.a. af því að færa sögulega texta sem hafa verið vanræktir inn að miðju
umræðunnar, en með því er reynt að leggja áherslu á þá þætti menning-
arinnar sem gleymst hafa í hefðbundnari bókmenntaumfjöllun. Eins
konar stefnuskrá slíkrar hugmyndafræði er sett fram í bók bandaríska
bókmenntafræðingsins Franks Lentricchia, Criticism and Social Change.
Lentricchia segir „ráðandi menningu ekki lýsa allri menningu þó að hún
leitist við að gera það. Hlutverk viðnámsgagnrýni er að endurlesa menn-
inguna með það í huga að styrkja raddir þeirra sem eru á jaðri þjóðfé-
lagsins. Þessum hópi tilheyra allir sem eru undir yfirráðum annarra, arð-
rændir, kúgaðir og útilokaðir."7 í þessu skyni tekur nýsöguhyggjan oft
mið af femínískri og marxískri aðferðafræði sem miðar að því að fletta
ofan af ríkjandi kenningum um þjóðfélagsleg og menningarleg ferli í
bókmenntum fortíðarinnar. Einnig er sótt í smiðju póststrúktúralískrar
bókmenntagreiningar, ekki síst í þá merkingarlegu afbyggingu (decon-
struction) sem þar er boðuð.
Þótt Máttugar meyjar sé sögulegri (eða nýsögulegri) en þær greinar
sem Helga Kress hefur skrifað um bókmenntir 19. og 20. aldar, er hún
ekki aðeins skyld þeim í femínískri áherslu sinni. Á síðustu 10 árum hef-
ur Helga endurskoðað markvisst tengsl bókmennta og samfélags með
því að hrófla við merkingarlegum undirstöðum íslenskra skáldverka og
þeirri sjálfsmynd sem þar má finna. Greining Helgu beinist fyrst og
fremst að hinni fölsku þráttarhyggju sem beitt hefur verið til þess að
greina að karllega og kvenlega eiginleika í bókmenntum og þjóðfélagi
Vesturlanda. Þessi aðgreining er gamalkunn andstæða í merkingar- og
virðingarstiga vestrænnar menningar, þar sem því karllega er skipaður
hærri og mikilvægari sess en hinni kvenlegu andstæðu. Femínísk grein-
ing beinist ekki aðeins að því að afbyggja þessa stigskipun, heldur einnig
að því að skýra ólíkar myndir kynjabaráttunnar í þjóðfélagi og bók-
menntum, þar sem konur rísa upp en finna þá glöggt fyrir kúgun karl-
veldisins sem leitast við að færa þær niður aftur. Þessi barátta er helsta
forsendan fyrir greiningu Helgu á íslensku miðaldasamfélagi.
7 Frank Lentricchia, Criticism and Social Change. The University of Chicago
Press: Chicago, 1983, s. 15.