Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 174
168
KARL GUNNARSSON
SKÍRNIR
minna á að í hjóli Rangárvalla er samsvarandi stefna um 26° og
því er vafasamt að tengsl séu þar á milli, þótt það sé að sjálfsögðu
háð því hve nákvæmar má ætla mælingarnar.
3) í inngangi var greint frá staðsetningu á „þrídrangi" til suð-
vesturs í sólstöðustefnu. Ef við hugsum okkur leyfilegt að hafa
slíka steina í andstæðri stefnu ef aðstæður krefja, er hugsanlegt að
Drangey á Skagafirði hafi gegnt þessu hlutverki í Húnaþingi.
Þangað er stefnan um 21° frá Hofi, og ekki er erfitt að útskýra
frávikið með ónákvæmni vegna lengri vegalengda og mælinga yfir
fjöll. Stefnan gæti þá annað hvort verið miðuð af sólargangi, á
sama hátt og í fyrsta tilviki hér að ofan, eða einfaldlega verið
stefna í eyna frá völdum stað, og ótengd sólargangi. Drangey gæti
þá þegar hafa fengið hlutverk þrídrangs hjá Skagfirðingum. Ingi-
mundur gamli hafði einnig góð sambönd í Skagafirði, þar sem
Sæmundur félagi hans var landnámsmaður, og hefði hann þá stillt
landnámskerfi sitt við viðmiðun Skagfirðinga. Ymsar goðsagna-
legar heimildir14 gefa reyndar til kynna að þannig merking hafi
verið tengd eynni í fornöld, en hvergi er minnst á hana í þeim
gögnum sem hér er stuðst við og varða landnám í Húnaþingi.
Hér verður ekki reynt að leysa þessar gátur, enda hef ég ekki
gögn til þess. Eg vil einungis benda á að í öllum þessum lausnum
felst að landnámsmenn hafi haft með sér samtök um mælingar,
innan héraðs og e.t.v. mun víðar.
Margfeldi 18 gráða
Enn sem fyrr verður að álykta að hrein svörun fáist ekki við til-
gátuna um markverð horn af stærðinni 18°. Horn samsíðungsins
eru að vísu nærri 54° og 126°, þrefeldi og sjöfeldi 18 gráða, en frá-
vikið felst fyrst og fremst í því að ekki er mælt frá höfuðáttum,
heldur eru stefnurnar samræmdar innbyrðis, eða e.t.v lagðar út
frá hinni dularfullu 23° stefnu. Hitt kemur á móti að túlkun flat-
armálsmyndarinnar bendir til að frumþættir hennar gætu verið
þríhyrningurinn 3-4-5, og að tilgangur hennar sé að binda saman
valdamiðstöðvar héraðsins. Þetta samræmist hugmyndafræðileg-
14 Einar Pálsson, Stefið, Mímir 1988, bls. 279-84.