Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 13
RITGERÐIR
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
Hvað gerir
Islendinga að þjóð?
Nokkrar hugleibingar um uppruna og eðliþjóðernis
hinn 17. JÚNÍ 1994 kom um fjórðungur íslensku þjóðarinnar saman
á Þingvöllum, „helgasta reit þjóðarinnar",’svo vitnað sé til ávarps
Davíðs Oddssonar sem hann flutti við þetta tækifæri,1 til að
minnast hálfrar aldar afmælis íslenska lýðveldisins. Þar stigu leið-
togar þjóðarinnar á stokk, litu yfir farinn veg og veltu fyrir sér
sérstöðu íslenskrar þjóðar. „Hvað er það sem gerir Islendinga að
þjóð?“, spurði Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknar-
flokksins, í hátíðarræðu sinni. Svarið velktist ekki fyrir honum:
„Það er öðru fremur tungan“, sagði hann. „Hún tengir okkur
saman og gerir okkur að sérstökum hópi í samfélagi verald-
arinnar. [...] Hún varðveitir menningararf fyrri alda og gefur
okkur eigin sögu sem kemur okkur við og tengir okkur við
fortíðina og landið sem við byggjum.“2 Forseti lýðveldisins,
Vigdís Finnbogadóttir, var sama sinnis, en í ræðu sinni bað hún
viðstadda um að
hugsa til þess að um aldir átti íslensk þjóð sér umfram allt eina
réttlætingu, ein rök til þess að krefjast áheyrnar á þingum heimsins: Hún
átti sér sjálfstætt tungumál og á þessu tungumáli hafði hún varðveitt
minningar sínar, sögur sínar, ljóð sín, frábrugðin minningum, sögum og
ljóðum annarra þjóða. [...] Gleymum ekki að ein skylda er öllum öðrum
skyldum æðri; að varðveita minninguna um fólkið og landið.3
1 Davíð Oddsson, „Hamingjudraumur hvers íslendings tekur svipmót af þessu
bjarta landi.“ Morgunblaðið 19. júní 1994, bls. 13.
2 Páll Pétursson, „Tungan gerir íslendinga að þjóð.“ Morgunblaðið 19. júní
1994, bls.29.
3 Vigdís Finnbogadóttir, „Gleði og þakklæti er efst í huga.“ Morgunblaðið 19.
júní 1994, bls. 11.
Skírnir, 170. ár (vor 1996)