Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 20
14
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
SKÍRNIR
kyns taldist ekki lengur guði þóknanleg, heldur var áherslan nú
lögð á að sýna fram á yfirburði eigin þjóðar gagnvart öðrum.
Þannig sótti sagnfræðingurinn Heinrich von Treitschke rök sín
fyrir innlimun héraðanna Alsace-Lorraine (eða Elsass-Lothringen
eins og þau heita á þýskri tungu) í sameinað Þýskaland í smiðju
þeirra Herders og Fichtes. Hann taldi engu máli skipta að íbúarnir
vildu greinilega vera franskir þegnar áfram - þar sem þeir töluðu
þýsku hlutu þeir að teljast þýskir, og því skyldu þeir lúta þýskri
stjórn hvort sem þeim líkaði það betur eða verr. „Frönsk stjórn
yfir þýskum kynþætti er alltaf óeðlilegt ástand“, fullyrti hann,
„en nú hlýtur kúgun hálfmenntaðra barbara á frjálsum mönnum
að teljast glæpur gegn rökum sögunnar.“20
Þessar tvær stefnur, þ.e. pólitísk og menningarleg þjóðernis-
stefna, hafa tekist á í evrópskum stjórnmálum frá því á síðustu
öld og fram á okkar daga. I flestum löndum blandast þær að
einhverju leyti saman; t.d. álíta Frakkar sig oft merkisbera fyrri
stefnunnar, þótt í framkvæmd hafi franska ríkið beitt valdi sínu
óspart til að útrýma tungumálum hinna ýmsu þjóðernisbrota í
landinu.21 Nú um stundir nýtur pólitísk eða frjálslynd þjóðernis-
stefna í anda Ernests Renan mestrar hylli í Vestur-Evrópu, a.m.k.
meðal stjórnvalda, vegna þess að tvær heimsstyrjaldir hafa kennt
mönnum að menningarlegri þjóðernisstefnu í anda Fichtes og
Treitschkes fylgir oft kynþáttahatur og fyrirlitning á öðrum
þjóðum - og síðustu atburðir á Balkanskaga hafa styrkt menn í
þeirri trú. Þetta hefur þó ekki leitt til áberandi hnignunar
„Réttlæting þjóðernis: Samanburður á alþýðufyrirlestrum Jóns Aðils og
hugmyndum Johanns Gottlieb Fichte,“ Skírnir 169 (1995), bls. 36-64 og E.
Kedurie, Nationalism, bls. 62-71.
20 H. von Treitschke, Zehn Jahre deutscher Kdmpfe, 1865-1874. Schriften zur
Tagespolitik (Berlín: Georg Reimer, 1874), bls. 291.
21 Sjá t.d. E. Weber, Peasants into Frenchmen, bls. 113 og víðar og Stuart Woolf,
„French Civilization and Ethnicity," Past and Present nr. 124 (1989), bls. 96-
120. Um flókið samspil frjálslyndrar og íhaldssamrar þjóðernisstefnu í Frakk-
landi má lesa í Pierre Birnbaum, „ La France aux Frangais, “ Histoire des haines
nationalistes (París: Seuil, 1993), bls. 300-11, Michel Winock, Nationalisme,
antisémitisme et fascisme en France (París: Seuil, 1990) og Caroline Ford,
„Which Nation? Language, Identity and Republican Politics in Post-
Revolutionary France," History of European Ideas 17 (1993), bls. 31-46.