Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 72
66
ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR
SKÍRNIR
þetta athæfi refsingu eins og sjá má af Jónsbók þar sem lagt er
blátt bann við útisetum og annarri villu, svo sem að „vekja upp
tröll eða landvætti“(Isl. fbrs. 2:223-24). Um það hvernig útisetan
fór fram er ekki fyllilega vitað, en flest bendir til þess að við iðj-
una hafi þeim sem leitaði frétta birst sýn sú er fól í sér spádóm-
inn; andar dauðra manna hafi jafnvel vitrast spámönnum með
þessum hætti og sagt fréttir.
En skilningur manna á sjálfri útisetunni annarsvegar, og hins-
vegar á því hvernig fundum völvunnar og Óðins ber saman í 28.
erindi hefur stangast á, eins og við sjáum glöggt í umfjöllun Finns
Jónssonar í upphafi aldarinnar:
Þeir sem halda því fram, að hon í síðasta vo. kvæðisins („nú mun hon
sökkvask") sé rétt, gera ráð fyrir því að völvan sé dauð og vakin upp
(eins og völvan í Baldrs draumum). Hefði þá líklega Óðinn átt að vekja
hana upp [...]. (1907:326, leturbr. hér)
Sú hugmynd að Óðinn veki upp völvuna til að fá spá hennar, ger-
ir hann að þungamiðju kvæðisins, en steypir völvunni af seiðhjalli
sínum og ofan í gröfina þar sem hún verður áhrifalaust viðfang
Óðins. Sá skilningur (þó að hann sé til staðar í Baldursdraumum)
stangast á við þá mynd sem dregin er upp í öðrum fornum ritum
af hlutverki og virðingu völvunnar. Kemur þá upp í hugann frá-
sögn Eiríks sögu rauða (4. kap.) af Þorbjörgu lítilvölvu:
Þat var háttr Þorbjargar um vetrum, at hon fór at veizlum [...]. Ok með
því at Þorkell varþar mestr bóndi, þá þótti til hans koma at vita, hvé nær
létta myndi óárani þessu, sem yfir stóð. Býðr Þorkell spákonunni heim,
ok er henni þar vel fagnat, sem siðr var til, þá er við þess háttar konum
skyldi taka. Var henni búit hásæti ok lagt undir hana hægendi [...]. En er
hon kom inn, þótti öllum mönnum skylt at velja henni sæmiligar kveðj-
ur. Hón tók því sem henni váru menn geðjaðir til. (Isl.s. I: 333-34, letur-
br. hér)
Þó að Eiríks saga rauða sé skrifuð í kristnum sið (á fyrri hluta 13.
aldar),12 leynir sér ekki að hún varðveitir allgamlar hugmyndir
um heiðnar athafnir á borð við völuseið. Staða spákonunnar í
12 Sjá formála Guðna Jónssonar að Islendingasögum I:XXIX.