Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 45
SKÍRNIR
TIL VARNAR DVERGATALI
39
voru vissulega algengar á dögum Gerings en síðari fræðimenn
hafa ekki skirrst við þær heldur.
Um svipað leyti og Gering vann Sigurður Nordal að rann-
sóknum sínum á Völuspá, þeim sem hann birti árið 1923 og í
endurskoðaðri gerð árið 1952. Hann gerði tilraun til að sameina
gerðir Völuspár og las leiðréttingar við dvergaþáttinn m.a. úr
Snorra-Eddu. Því kaus hann að lesa „Bláins leggjum" í 9. erindi
og tók gildar þær tilgátur að Brimir væri heiti á Ymi, og svo væri
einnig um Bláin. Er nauðsynlegt að líta á alllangan kafla úr rit-
gerð hans:
Varla mun nú nokkur skýrandi Völuspár svo íhaldssamur, að hann álíti
allt dvergatalið (9.-16. v.) hafa staðið í kvæðinu frá upphafi.18 Jafnvel
þótt ekki sé reynt að halda í meira en 9.-10. v. (Björn M. Ólsen) eða
9.-12. (D[etter/]H[einzel]), verða ærnar mótbárur gegn því. Milli 8. og 9.
vísu er ekkert skynsamlegt samhengi. Sköpun dverganna gat ekki verið
neitt úrræði til að bæta úr því grandi, sem af þursameyjunum stóð. Þessi
vísa er stæling á 6., 23. og 25. v., en illa gerð: Þar er alls staðar um vanda-
mál að ræða, en hvað knúði goðin til ráðstefnu um dvergana? Auk þess
virðist hér helzt gert ráð fyrir, að dvergarnir séu skapaðir úr Ymi, en það
er ekki í samræmi við sköpunarsöguna í kvæðinu, eins og hún hefur ver-
ið skýrð hér að framan.19 Þessi vísa virðist hljóta að vera ort af þeim
manni, sem felldi dvergatalið inn í Völuspá, en sjálft dvergatalið er að
öllum líkindum talsvert eldra og sett saman úr ýmsum pörtum: 11.-12.,
13., 14.-16. v. Slíkar þulur voru ekki einungis nytsamlegar að nema fyrir
skáldin, heldur hefur goðfræðileg þekking í heiðnum sið verið álitin
mikils virði til þess að ná sambandi við hulin öfl. Máttur nafnsins er rík-
ur í allri alþýðutrú. En í augum höfundar Völuspár voru nafnaþulur
dauður fróðleikur, og þótt hann láti smávegis af því tagi slæðast með,
hefði honum aldrei getað til hugar komið að eyða Vs af kvæðinu í sköp-
un dverga og nöfn þeirra. - Með því að dvergatalið er í raun og veru
laust við Völuspá, get eg farið í fljótara lagi yfir skýringu þess.20
18 Lærisveinn Nordals, Ólafur M. Ólafsson (1966 og 1967), varði slíka íhalds-
semi síðar og færði fyrir talsverð rök þótt þau væru af allt öðrum toga en hér
er reynt að halda á loft. Enn seinna hafa vitanlega fleiri íslendingar hallast í
sömu átt með misjöfnum rökum, eins og ofurlítið víkur að hér á þessum blöð-
um.
19 Sú hugmynd að dvergarnir séu skapaðir úr Ymi kemur hvergi fram í Kon-
ungsbók. Hún verður hins vegar ráðin af leiðréttum texta Sigurðar Nordals.
20 Sigurður Nordal 1952:63-64.