Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 127
SKÍRNIR
HVAÐ ER Á SEYÐI í SAGNFRÆÐINNI?
121
ekkert er dregið undan sem kann að varpa ljósi á rannsóknarvandamálin.
(1991, 248, leturbreyting hér)
Þannig telur Guðmundur að bók Aðalgeirs Kristjánssonar, End-
urreisn Alþingis og þjóðfundurinn, nái aðeins til „innvígðra" sök-
um þess hve fræðileg og nákvæm hún er (1994, 296). Samt sem
áður telur hann rit Aðalgeirs vera gott sagnfræðirit, eða „hið end-
anlega verk sem tæplega verður betrumbætt" (295-96). Fræðileg
alvörusagnfræði virðist því ekki vera skrifuð fyrir almenning,
heldur aðeins hina „innvígðu“.
Ætla mætti að sagnfræðingar væru að gefast upp fyrir klisj-
unni um að „fræðileg" sagnfræðirit séu alltaf leiðinleg, að þau geti
þegar best lætur verið vel stíluð en aldrei notið almennrar hylli.
Friðrik G. Olgeirsson virtist á því máli þegar hann spurði lesend-
ur sína hvort byggðasaga ætti að vera „létt og skemmtilegt yfir-
litsrit, jafnvel á kostnað fræðimennsku og nákvæmni? Eða á hún
að vera fræðileg, ítarlegt undirstöðurit um viðkomandi bæ eða
byggðarlag, rit þar sem skemmtilegheit skipta ekki neinu höfuð-
máli“ (278). Helgi Skúli Kjartansson hefur einnig sagt um ævi-
sögu Jónasar frá Hriflu eftir Guðjón Friðriksson, að hún þyrfti
að vera læsileg og aðgengileg (1992, 363), því að almenningur vill
fá að lesa um menn eins og Jónas. Guðjón „er að semja verk sem
má ekki bragðast eins og doktorsrit“ (364). En sagnfræðingar
finna víst of sjaldan hjá sér hvöt til þess að miðla fræðilegu efni til
almennings á skiljanlegan hátt. Þannig mætti í það minnsta túlka
ummæli Helga Þorlákssonar, þegar hann segir um Ingu Huld
Hákonardóttur: „höfundur leggur áherslu á að vera aðgengilegur
og telur það líklega m.a. hlutverk sitt að miðla fræðilegu efni frá
sagnfræðingum til almennra lesenda" (1993, 233, leturbreyting
hér).
Annað og jákvæðara viðhorf má greina hjá Gísla Agústi
Gunnlaugssyni þegar hann neitar því að kröfur um fræðilega ná-
kvæmni þurfi að standa í vegi fyrir skemmtigildi sagnfræðirita.
Hann segir málfar og stílsnilld söguritarans ráða öllu um það
hversu aðlaðandi bókin verði (287). Hins vegar virðast fáir gera
miklar kröfur til sagnfræðinga um stílbrögð og góðan texta.
Skýring Hreins Ragnarssonar á þessu er einföld: „Mönnum er