Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 206
200
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
frjálsum vilja, aðrar leiðir hafi verið reyndar til þrautar og annar læknir
staðfest úrskurð hins fyrri um að lögbundin skilyrði séu fyrir hendi. Þótt
eitt af hverjum fimmtíu dauðsföllum í Hollandi sé nú skráð sem beint
líknardráp bendir ekkert til þess að heilbrigðisstarfsmenn þar séu lentir í
hálli brekku eða að tognað hafi á hinum ótvíræðu reglum sem að framan
greinir.16
b) Ábyrgð og/eða sök fólks á afleiðingum sem það veldur með að-
gerðarleysi er almennt minni en á hinum sem það stuðlar að með aðgerð.
Því er grundvallarmunur á beinu og óbeinu líknardrápi. Vandinn við
þessa röksemd er sá að siðfræðingar hafa almennt orðið æ tortryggnari á
það í seinni tíð að munurinn á athöfn og athafnaleysi sé skýr, hvað þá að
hann sé djúprar siðlegrar merkingar.17 Dæmi sem Vilhjálmur tekur sjálf-
ur er að sé maður í aðstöðu til þess að bjarga drukknandi barni, en hreyfi
hvorki legg né lið, sé „það varla hótinu betra en að drekkja barninu"
(193). Þessi greinarmunur er því ekki - að minnsta kosti ekki í sinni við-
teknu, afdráttarlausu mynd - flotholtið í kenningu hans.
c) Sumir siðfræðingar, einkum kaþólskir, halda dauðahaldi í regluna
um tvenns konar afleiðingar verknaðar. Samkvæmt henni er munur á af-
leiðingum ásetningsverka eftir því hvort þær eru sjálfar „ætlaðar", þ.e.
hluti af ásetningi gerandans, eða einungis „fyrirsjáanlegar". Við berum
samkvæmt þessu minni (eða jafnvel enga) ábyrgð á hinum síðarnefndu,
þar á meðal ekki á dauða sjúklings sem meðferð hefur verið stöðvuð á en
fær stærri og stærri (lífshættulega) skammta af deyfilyfjum til þess að
síðarnefnda kunni að rakna með tíð og tíma verður vart betur svarað en með
eftirfarandi tilvitnun í Odauðleikann eftir Milan Kundera: „Nýlega var sýnd-
ur sjónvarpsþáttur um líknardauða þar sem [þingmaðurinn] Bertrand
Bertrand lét kvikmynda sig hjá sjúklingi sem var lamaður, tunguskorinn,
blindur og sárþjáður. Hann sat á rúmstokknum, hallaði sér upp að sjúklingn-
um og myndavélin sýndi hann þar sem hann var að blása í hann von um betri
tíð. Þegar hann sagði orðið ‘von’ í þriðja sinn trylltist sjúklingurinn skyndi-
lega, rak upp langt og hræðilegt öskur sem var eins og öskur í dýri, ljóni,
nauti, fíl eða öllum samanlagt, og Bertrand Bertrand varð skelfingu lostinn:
hann kom ekki upp orði, rembdist bara við að halda brosinu og myndavélin
beindist lengi að brosinu á þessum skelfda þingmanni og í sama skoti tók hún
mynd af öskrandi andliti dauðvona manns við hlið hans“ (þýð. Friðriks
Rafnssonar).
16 Hitt er svo annað mál hvort sýna eigi slík dráp í sjónvarpsútsendingu, eins og
nýlega gerðist í Hollandi, vansællar minningar!
17 James Rachels skrifaði m.a. um þetta fræga ritgerð, „Active and Passive Eu-
thanasia“, New England Journal of Medicine 292 (1975). Ýmsir bentu honum
á að rök hans misstu marks þar sem þeim væri eingöngu beint gegn muninum
á athöfn og athafnaleysi, ekki á ætluðum og fyrirsjáanlegum afleiðingum, sem
væri í raun sá munur sem skipti máli á sjúkrastofnunum; sjá t.d. T. D. Sulli-
van, „Active and Passive Euthanasia: An Impertinent Distinction?“, Human
Life Review 3/3 (1977). En sé það rétt koma til sögu rökin í c)-lið hér á eftir.