Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 233
SKÍRNIR
ÆXLUN MYNDA
227
En Zombí
í gamla daga sat
áreiðanlega staðgengill
himnanna uppi í hverju
kirkjuhvolfi og maðurinn
manstu eftir honum sitjandi
innan rústanna skörðu að sjúga
sig fullan af társkírri nóttinni
stjarnfriði og myndbrotum
himnanna gömlu hrundu
- Zombí á sama hátt
berast þér gildin og
veikburða trúin líka
á blindgatnakerfið góða
í völundarhúsinu
og á svefninn
Zombí. (s. 54)
fyrir upplausnina bjóði tungumálið
upp á vissa samloðun sem dugi til
heimsmyndunar. Engu að síður eru
kerfi og heimur málsins bæði blind-
gata og völundarhús því að í ljós
kemur að um sviðsetningu er að
ræða, málið líkist draumi, sýningin
skuggamynd. I þessu völundarhúsi er
sem mælandinn setji sjálfan sig, mál-
ið, heim sinn og hugsun á svið.
Heildstæðni og samhengi mælandans
má þannig kalla gjörning,22 þar sem
mælandinn er sífellt að velja og hafna
þeim kostum „sem bjóðast“ (s. 54).
Þau „myndbrot / himnanna gömlu
hrundu“ sem hér er rætt um vísa til
hinna sjö himna miðaldakristni, en
ekki síður til þess myndmáls textans
sem gerir huga mannsins að himni. Sú myndhverfing vísar beinlínis til
guðlegrar stöðu einstaklingsins sem skapara.
Fyrr í textanum, þegar mælandinn er búinn að vekja Zombí upp, seg-
ir hann að í erfiðleikum sé „afbragð / til örvunar þá að hugsa / hátt upp
blámann og burt / um hugahvelið [...] / og þær vel byggðu upphæðir" (s.
14). Orðmyndin „blámann" tekur hér þátt í sundrun og afbyggingu
tungumálsins því orðið má skilja að minnsta kosti á þrennan hátt: a) sem
himin, b) sem niðrunarorð um blökkumann, og c) sem mann sem er
„tæplega til“ (einsog sagt er á s. 91). Það er ekki síst útfrá þessari marg-
ræðni sem orðalagið „að hugsa upp“ gerir mælandann að guði, skapara
heimsins. Hér kemur einnig vel fram hversu hverful þessi staða hans er
og háð tilteknum hugsunarhætti; þegar þessi guðlega staða hefur vikið
fyrir sundruninni eru myndbrot himnanna, dauði Guðs og sundrun
sjálfsverunnar orðin að „heilagraut skýjanna" og társkír bláminn í huga-
hvelinu hverfist í óræðar skýjamyndir (s. 90).
22 Judith Butler kallar sjálfsmyndina gjörning (performance) í bók sinni Gender
Trouble. Þar setur hún fram þá hugmynd að sjálfsmynd og kynferði eða kyn-
hneigð séu framleidd í sérhverri hugsun og athöfn án þess þó að afmarkaður
framleiðandi sé til, svipað og Nietzsche segir um sjálfsveruna og gerandann
(1964b, 1. ritg., 13. gr.). Sjá Butler, s. 24-25, og s. 134-41. Slíkir gjörningar eru
einnig nátengdir hugmyndum um veruleikritið.