Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 77
SKÍRNIR
VITOÐ ÉR ENN - EÐA HVAT?
71
(„ok í augo leit“).16 Truflunin felst ekki síst í þessu augnaráði sem
krefur hana sagna og hún bregst við ögruninni með setningunni
„hvers fregnið mik? / hví freistið mín?“ Orðalagið að „freista
orðspeki“ kemur líka fyrir í Vafþrúðnismálum (er. 5), þegar Óð-
inn leggur af stað í tíðindaleit. Liggur því beinast við að skilja
orðalag Völuspár þannig að Óðinn fregni völvuna, en ekki hún
hann.
Völvan er að vonum úrill yfir trufluninni og hreytir ónotum í
gestinn þótt tiginn sé, um leið og hún lætur hann vita að hún sé
enginn aukvisi: „Alt veit ek, Óðinn / hvar þú auga falt: / í enom
mæra / Mímis brunni!“ Með öðrum orðum: Eg hef séð til þín
væni - ég veit allt um þig! Viltu vita meira? („Vitoð ér enn, eða
hvat?“). Óðinn telur vel þess virði að blíðka svo vitra konu og fá
til samstarfs við sig. Hann velur henni fagra gripi („hringa ok
men“), greiðir henni „fé“ og miðlar líka af visku sinni („spipll
spaklig“); þeirri sem hann telur sig mega miðla til þess að hljóta
aðra visku á móti: Kaup kaups!
Orðalagið „spá ganda“ hefur valdið heilabrotum. Gandur eða
seiðstafur var ómissandi áhald völva, enda er orðið völva myndað
af völr (= stafur, sbr. vonaruö/«r, SN 1952:33-34). Völvur höfðu
því væntanlega staf við hendina sem líklega hefur verið magnaður
með sérstökum töfraþulum (sbr. „vitti hón ganda“). Svo virðist
sem Óðinn hafi við þetta tækifæri fært henni slíkt þing, jafnvel
fleiri en eitt („spipll spaklig / ok spá ganda“) svo hún yrði betur
búin til starfans en fyrr, enda ekkert smáræði sem hann ætlar af
henni að njóta. Svo góðar eru gjafirnar að hún sér „vítt ok um
vítt, / of verpld hveria“, þannig að hún getur nú flutt honum
spána.
Þessi skýring byggir á textanum eins og hann verður lesinn af
Konungsbók - án þess að vikið sé við stafsetningu, og án þess að
atvikaröð sé hnikað til. Samkvæmt skýringu Sigurðar Nordals
færir Óðinn völvunni gjafir að launum eftir að hann hefur hlýtt á
16 Með því að líta í augu völvunnar að fyrra bragði nær Óðinn valdi yfir henni
(sjá t.d. ÓB 1968:81 og Helgu Kress 1993:52). Ótti við augnaráð - einkum
fjölkunnugra - er alþekktur úr fornbókmenntum og olli því að belgur var
dreginn á höfuð galdramanna (sbr. Þórður í Hundadal (Laxdœla, 38. kap.),
Katla í Eyrbyggju (20. kap.) og Ljót Hrollaugsdóttir í Vatnsdœlu (26. kap.)).