Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 213
SKÍRNIR
SAMRÁÐ, VIRÐING, VELFERÐ
207
Hér er þó ekki öll sagan sögð. Önnur ástæða virðist mér sú að Vil-
hjálmur taki of bókstaflega tal um að siðferðiskenningu sé „beitt" á til-
teknar aðstæður. Eg kannast til dæmis ekki við að nokkur sómasamlegur
nytjastefnumaður hafi litið þannig á að lögmál sitt („breyttu ávallt í ljósi
þess hvað skynsamlegt má ætla að auki heildarhamingju heimsins þegar
til lengri tíma er litið“)31 verði heimfært upp á einstakan siðferðisvanda í
sama „vélræna“ skilningnum og stærðfræðingur heimfærir reglu
Pýþagórasar upp á einstakan þríhyrning. Nytjastefnan er einmitt
næmust kenninga fyrir því að hvert mál verði að leysa „á eigin býti“; ella
væru leikslokin sem felast í hinum heillavænlegu afleiðingum ekki
tryggð, eins og lögmálið kveður þó á um. Skoða verður hvað efli sem
mest farsæld sem flestra í þessu einstaka tilfelli; og það er útilokað án
víðtækrar þekkingar á slíkum tilfellum: sérkennum þeirra jafnt sem sam-
kennum. Nytjakvarðinn „lagar sig að lögun steinsins“ eins og blýkvarð-
inn sem Aristóteles kenndi okkur að væri notaður við lesbeyska
húsagerð32 - en hann er samt kvarði! Eg sé því í reynd ekki muninn á að
beita reglu/lögmáli/kenningu (hér nytjastefnunni) á aðstæður, með ofan-
greindum hætti, og að nota dómgreindina sem tengilið milli hins al-
menna og einstaka, eins og Vilhjálmur leggur til. Verða ekki fingurnir
þar jafnir þegar í lófann er komið?
Þessu til áréttingar má nefna að Vilhjálmur grípur sjálfur hvað eftir
annað til nytjaraka í bók sinni, eins og eðlilegt er, til dæmis með uppá-
stungu sinni um að meðferð vanskapaðra nýbura sé látin undir höfuð
leggjast þegar hún er læknisfræðilega gagnslaus eða veldur hinum van-
skapaða „meira böli en bót“ (220). Og rök hans fyrir því hvenær réttlæt-
anlegt sé að nýta fósturvísa til rannsókna (265-66) eru einnig mjög í anda
heilsteyptrar nytjastefnu. „Dólganytjastefnan", sem Vilhjálmur amast
við, er að vísu skaðleg, eins og flestar skrumskælingar siðakenninga, en
það er „dólga-dómgreindarhyggja“ ekki síður. Vilhjálmur gerir því á
endanum ekki nema óvinafagnað með því að slá allri reglusiðfræði í einn
bálk og vísa út í ystu myrkur. Slíkt verður lóð á vogaskál þeirra sem hafa
hag af því að mat á réttu og röngu sé óagað og siðferðiskennd fólks laus í
reipum.
Ég hef reynt hér að framan að þoka um set skoðun Vilhjálms á einu
afmörkuðu álitamáli í heilbrigðissiðfræði og „milda“ afstöðu hans til
nokkurra almennari, ekki hvað síst til þeirrar velferðarhyggju sem býður
upp á eitt höfuðlögmál, er beita megi á viðfangsefnin, og lítur á sjálfrœði
einstaklingsins sem hluta af velferð hans. Ég hef þannig tekið upp
31 Sjá vörn mína fyrir nytjastefnunni í samnefndri ritgerð í Þroskakostum; birtist
upphaflega í Skírni 164 (vor 1990).
32 Siðfrœði Níkomakkosar II, þýð. Svavar Hrafn Svavarsson (Reykjavík: Hið ís-
lenzka bókmenntafélag, 1995), bls. 56 (1137b).