Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 221
SKÍRNIR
ÆXLUN MYNDA
215
sem næst ekkert svigrúm til túlkunar; það er einfaldlega allt lokað. Slíkt
heyrir þó til undantekninga í textanum og er því enn brýnna að rýna í og
reyna að finna þau augnablik sem virkja lesandann í framleiðslu og mis-
sáningu merkinga.
Zombiljóðin (1992) gera ekki sömu kröfur og An fjaðra um að les-
andinn endurraði eða fylli upp í setningar til að fella þær að hefð um
setningagerð. Þess meira leika ljóðin annars vegar með vísanir í orðræðu
bókmennta og heimspeki, og hins vegar með undanfærslu merkingarinn-
ar. Þessi tvöfaldi leikur gerir því aðrar og jafnvel meiri kröfur en ljóðin í
An fjaðra, og gæti sumum lesendum fundist merkingin nánast horfin. Að
Og eyðan segðu og endurkoman
rústin okkar aftur að detta
símhringing í nóttinni
speglun í buskanum sífrandi
framköllun á sálinni silfruð
og við óratíma fram göngin
eins og ólukkans elskendur
óaðskiljanlega fjarri
eins og pólarnir út og suður
í myrkur þess morguns og
alla leið í fyrirsátina Zombí
og hún eftir bókinni þar
svo lítil og sæt og brotin
með híenubrosið eitt
að vopni.
Zombí fyrirgefðu
mér gengur ekki vel
og síst að gleyma því
sem ég vil og þarfast er
að eyða. (s. 73)
mínu viti opnast í þessum hlaðna
leik margar smugur til að spenna
sundur h^fðbundna merkingarlega
samfellu. 55. Zombíljóð má t.d. lesa
þannig að mælandinn fari með les-
anda, sem og viðmælanda sinn,
Zombí, í hraðferð um hugsun
Nietzsches, ekki síst gagnrýni hans
á konur, tækni, kristna trú sem eins
konar fangelsi mannlegrar hugsunar
og svo hugmynd hans um eilífa
endurkomu alls. I þessu ljóði, sem
er allt að því ofhlaðið tvístruðum
myndum og vísunum, er einnig að
finna nútímalegri hugmyndir einsog
um veruleikann sem eins konar
ljósmynd í sál mannsins, og um
hrun heimsins sem „símhringingu"
eða kall tækninnar.7 Um leið eru
mörk mælanda og Zombís óskýr og
þeir jafnvel elskendur - þótt „elsk-
endur“ geti líka átt við mælanda og
7 Þessa símhringingu og kall tækninnar má tengja þekktum túlkanda
Nietzsches, Martin Heidegger, ekki síst gagnrýni hans á tæknina, sem og
þeirri hugmynd hans að hugsun spretti af ákalli Verunnar til mannsins. Fyrir
Heidegger tengist þetta tvennt í hugmyndum um manninn sem sjálfsveru
(subjekt), þ.e. sem afmarkað, sjálfstætt og samhangandi kerfi, því að fyrir hon-
um hefur maðurinn gleymt Verunni í sjálfumleika sínum (sjá t.d. Heidegger
1977, s. 146-53; og Heidegger 1975, s. 26-27, 50). Hér má einnig finna tengsl
við heimsendabókmenntir einsog Eyðiland Eliots og innskot þjónsins þar,
„Hurry up, it's time“. Hjá Sigfúsi virðist enn áréttuð mynd hruns og yfirvof-
andi eyðingar sem víða kemur fram í textanum, svo og sorg yfir því að maður-
inn sé ómeðvitaður um þessa hættu og að sífellt þurfi að minna hann á hana.