Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 231
SKÍRNIR
ÆXLUN MYNDA
225
í þessari flóknu stöðu kviknar sú hugmynd að Zombíinn sé hluti af mæl-
andanum, sé í rauninni „aukasjálf ljóðmælandans", einsog Sigfús kallaði
það (í viðtali við H. S., 1992).
Þótt ljóðmælandi ávarpi Zombí stöðugt, lýsi bæði útliti hans og inn-
ræti, og geri hann jafnvel að eins konar spegilmynd sinni, þá benda sam-
skipti þeirra til að Zombí sé ekki síður ímyndun ljóðmælandans en upp-
vakningur. Ávörpin og ýmsar hugrenningar mælandans um myndhverf-
ingar gætu einnig gefið til kynna að „aðalsjálf" mælandans, sjálfsvera
hans, sé bæði hugarburður og útburður. Samruni mælanda og Zombís í
lokin virðist þó færa Zombí af sviði hugarflugsins á svið raunveruleikans
og gera þá báða jafn raunverulega. Sú túlkun segir hins vegar lítið til um
„sannleika“, eða það hversu raunverulegur Zombí er, því fyrir lesandan-
um byggist raunveruleiki mælandans ekki á neinu öðru en texta ljóð-
anna, rétt einsog fyrirbærið Zombí berst lesandanum aðeins sem frásögn
af frásögn. Þannig eru þeir báðir í stöðu mannanna „þarna úti“ en tilvera
þeirra og raunveruleiki hangir á bláþræði, þeir „eru allt aðrir menn og /
tæplega til“ (s. 91).
Sem fyrr segir eru Zombíljóðin erfið aflestrar og mætti jafnvel hugsa
sér að þau séu ort í einu þeirra bila sem rætt er um í ljóðinu „Á sveig“
sem eru bæði ólýsanleg og óbrúanleg en þó greiðfær í blindu. Um leið
bjóða ljóðin lesanda allt að því vímukennda handleiðslu um ógöngur
mælandans og Zombís, um kaldranalega óljós skilin milli þess lifandi og
þess dauða. Formið og jafnvel formgerðin tæla lesandann til að telja sig
hafa höndlað merkingu eða efni textans. Þannig er því varið með sjálfa
lykilhugmyndina um Zombíinn: hann er vakinn upp og gerður að við-
mælanda hins nafnlausa mælanda sem síðan notar hann sem stuðpúða,
spegil og stökkbretti fyrir eigin vangaveltur. Lesandi þykist fullviss um
tilveru Zombísins og vegna ýmissa atriða í frásögninni, svosem uppvakn-
ingarinnar og lýsingar mælanda á samskiptum þeirra, tekur lesandi einnig
samband þeirra nánast sem gefið. Þó er á margan hátt grafið undan þess-
ari túlkun og þarmeð fastri merkingu ljóðanna. Þegar svo virðist undir
lok bálksins sem mælandi sendi Zombí aftur í gröf sína sviðsetur textinn
þessar ógöngur með þeim hætti að öll mörk mást og sannleikur og eftir-
líking, sjálf og annar, merking og missáning ryðjast hver yfir aðra í af-
byggjandi mynd sem sýnir glöggt misgengi í „setlögum" merkingarinnar:
„Og þegar þú heldur / að ég sé að rugla þig / markvisst og skipulega /
skalt þú minnast þess að ég / er í þér falinn spegill / og því ertu til“ (s. 98).
Með því að tæla lesanda til að samþykkja uppvakningu Zombís og allt að
því yfirnáttúrulegt samband hans við mælandann setur textinn fram
sannfærandi mynd af einhverju sem gengur gegn vestrænni rökvísi og
knýr lesanda til að brúa bil hins „raunverulega“ og þess „óraunverulega“.
Misgengi merkingarlaganna brýtur upp lögmál hefðbundinnar frá-
sagnar um heildstæðni og samsömun, enda er „samasemmerkið / [...]