Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1996, Page 231

Skírnir - 01.04.1996, Page 231
SKÍRNIR ÆXLUN MYNDA 225 í þessari flóknu stöðu kviknar sú hugmynd að Zombíinn sé hluti af mæl- andanum, sé í rauninni „aukasjálf ljóðmælandans", einsog Sigfús kallaði það (í viðtali við H. S., 1992). Þótt ljóðmælandi ávarpi Zombí stöðugt, lýsi bæði útliti hans og inn- ræti, og geri hann jafnvel að eins konar spegilmynd sinni, þá benda sam- skipti þeirra til að Zombí sé ekki síður ímyndun ljóðmælandans en upp- vakningur. Ávörpin og ýmsar hugrenningar mælandans um myndhverf- ingar gætu einnig gefið til kynna að „aðalsjálf" mælandans, sjálfsvera hans, sé bæði hugarburður og útburður. Samruni mælanda og Zombís í lokin virðist þó færa Zombí af sviði hugarflugsins á svið raunveruleikans og gera þá báða jafn raunverulega. Sú túlkun segir hins vegar lítið til um „sannleika“, eða það hversu raunverulegur Zombí er, því fyrir lesandan- um byggist raunveruleiki mælandans ekki á neinu öðru en texta ljóð- anna, rétt einsog fyrirbærið Zombí berst lesandanum aðeins sem frásögn af frásögn. Þannig eru þeir báðir í stöðu mannanna „þarna úti“ en tilvera þeirra og raunveruleiki hangir á bláþræði, þeir „eru allt aðrir menn og / tæplega til“ (s. 91). Sem fyrr segir eru Zombíljóðin erfið aflestrar og mætti jafnvel hugsa sér að þau séu ort í einu þeirra bila sem rætt er um í ljóðinu „Á sveig“ sem eru bæði ólýsanleg og óbrúanleg en þó greiðfær í blindu. Um leið bjóða ljóðin lesanda allt að því vímukennda handleiðslu um ógöngur mælandans og Zombís, um kaldranalega óljós skilin milli þess lifandi og þess dauða. Formið og jafnvel formgerðin tæla lesandann til að telja sig hafa höndlað merkingu eða efni textans. Þannig er því varið með sjálfa lykilhugmyndina um Zombíinn: hann er vakinn upp og gerður að við- mælanda hins nafnlausa mælanda sem síðan notar hann sem stuðpúða, spegil og stökkbretti fyrir eigin vangaveltur. Lesandi þykist fullviss um tilveru Zombísins og vegna ýmissa atriða í frásögninni, svosem uppvakn- ingarinnar og lýsingar mælanda á samskiptum þeirra, tekur lesandi einnig samband þeirra nánast sem gefið. Þó er á margan hátt grafið undan þess- ari túlkun og þarmeð fastri merkingu ljóðanna. Þegar svo virðist undir lok bálksins sem mælandi sendi Zombí aftur í gröf sína sviðsetur textinn þessar ógöngur með þeim hætti að öll mörk mást og sannleikur og eftir- líking, sjálf og annar, merking og missáning ryðjast hver yfir aðra í af- byggjandi mynd sem sýnir glöggt misgengi í „setlögum" merkingarinnar: „Og þegar þú heldur / að ég sé að rugla þig / markvisst og skipulega / skalt þú minnast þess að ég / er í þér falinn spegill / og því ertu til“ (s. 98). Með því að tæla lesanda til að samþykkja uppvakningu Zombís og allt að því yfirnáttúrulegt samband hans við mælandann setur textinn fram sannfærandi mynd af einhverju sem gengur gegn vestrænni rökvísi og knýr lesanda til að brúa bil hins „raunverulega“ og þess „óraunverulega“. Misgengi merkingarlaganna brýtur upp lögmál hefðbundinnar frá- sagnar um heildstæðni og samsömun, enda er „samasemmerkið / [...]
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.