Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 69
SKÍRNIR
VITOÐ ÉR ENN - EÐA HVAT?
63
Hefur þeim jafnvel hugkvæmst að Níðhöggur sé hluti af hinni
nýju heimsmynd. Hann sé ekki lengur sú andstyggðarvera sem
hann var, heldur nýr og betri Níðhöggur sem nú flytji dauða lík-
ama í fjöðrum sínum til nýs lífs í stað þess að sjúga þá á Ná-
ströndu eins og hann gerði áður(Mundal 1989:220-21). Þó að til-
gátan sé athyglisverð verður hún að teljast langsótt, enda væru
umskipti Níðhöggs þá mikil, þegar allur annar óþjóðalýður er
sokkinn í sæ.
Hinu er ekki að neita að þessi túlkunarmöguleiki byggir á
textanum eins og hann er en ekki eins og menn vilja hafa hann.
En þess eru því miður dæmi - reyndar allgömul - að menn hafi
„leiðrétt" textann til þess að forða hinum voðalegu sögulokum
Völuspár, og sett „hann“ í stað „hón“ í lokaerindinu („Nú mun
hann sokkvaz") sem þýðir þá að það er Níðhöggur sem ferst.8
Þýski fræðimaðurinn Karl Mullenhoff lét sig málið varða undir
lok síðustu aldar og dró þá í efa að rithátturinn „hón“ væri réttur
(1883). I sama streng tók Finnur Jónsson skömmu eftir aldamótin:
[...] það er eins og völvunni verði, um leið og hún talar, litið til hliðar -
og þá sér hún Níðhögg koma fljúgandi með lík [...] skv. 38. v. sýgur
Níðhöggur náina á Náströndu, sem er langt móti norðri og sjálfsagt
„norður og niður“, eins og bústaðir Heljar [...] hér er víst að eins um
einhverja tegund ódæðismanna að tala. Völvan sér hann þá og lýsir hon-
um, en bætir við: „nú, þ.e. nú þegar það alt á sér stað sem eg hef að síð-
ustu lýst, mun h a n n sökkvast“, þ.e. fara niður og koma aldrei upp aftur
[...] „hann“ er leiðrétting fyrir „hon“, sem handritin hafa, en sambandið
sýnir glögt, að „hon“ er rangt [...]. (1907:339, leturbr. hér)
Vitanlega væri það ólíkt hugnanlegri heimsmynd að sjá á eftir
Níðhöggi, andstyggðinni sökkva í sortann heldur en veröldinni.
En því miður verður að hafna slíkum breytingum á elstu varð-
veittu handritum kvæðisins, eins og Sigurður Nordal bendir rétti-
lega á (1952:38), ekki síst þegar t.d. Hauksbók ber saman við
Konungsbók. Þeir eru því ekki margir sem hafa fetað í fótspor
Finns Jónssonar, og til allrar hamingju er hin illræmda „leiðrétt-
8 Sjá ennfremur Einar Ól. Sveinsson (1962:323).