Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 88
82
ÁRNI BJÖRNSSON
SKÍRNIR
Þessi nýja merking orðsins þjóðtrú bar sigurorð af hinni eldri á
aðeins áratug og varð ofan á um og eftir aldamótin 1900. Upphaf-
lega merkingin hefur naumast sést síðan í prentuðu máli. Glöggt
dæmi um merkingarbreytinguna eru tvær málsgreinar með sex
ára millibili í blaðinu Bjarka á Seyðisfirði, hvor sínum megin við
aldamótin. Hin fyrri er eftir Þorstein Erlingsson frá árinu 1896
um mannfélag í Vesturheimi:
Ameríkumenn hafa aungva lögboðna þjóðtrú, og því á hjörðin aungva
sameiginlega leið til fyrirheitna landsins hinum megin, heldur ætlar hver
að fara með sinn flokk þann veg, sem honum þykir farsælastur, því
Ameríkumenn vilja hafa samkeppnisrétt sinn óskertan í því sem öðru.
Sú síðari er í einskonar ritdómi um útgáfu Islendinga sagna eftir
Sigfús Sigfússon frá árinu 1902. Hann segir um Ármanns sögu og
Atla sögu Ótryggssonar. „Báðar þessar sögur eru nauðalíkar
Bárðarsögu og nokkurs virði í þjóðtrúarlegu tilliti, þótt ekki væri
annað.“10
Arið 1908 kom út bókin Þjóðtrú og þjóðsagnir sem Oddur
Björnsson gaf út en Jónas Jónasson frá Hrafnagili bjó til prentun-
ar. Jónas ritaði einnig formála og minntist meðal annars á þjóðtrú
í tengslum við þjóðsiði. Hið sama gerði hann í greininni „Ódauð-
leiki og annað líf“ í Skírni 1915 og í kaflanum um „Hugsunar- og
trúarlífið“ í Islenzkum þjóðháttum sem út kom árið 1934. Sigfús
Sigfússon sagnasafnari tók yngri merkinguna í annað sinn upp á
arma sína í formálum að draugasögum og jarðbúasögum sem
fyrst voru prentaðar árin 1925 og 1931. Einar Ól. Sveinsson held-
ur henni í hinni ágætu bók sinni Um íslenzkar þjóðsögur sem út
kom 1940. Frá þeim tíma má segja að sú merking hafi verið allt að
því lögboðin þegar fjallað er um dulræn efni.* 11
10 Bjarki 9. október 1896, 3; 10. október 1902, 2.
11 Þjóðtrú og þjóðsagnir. Önnur útgáfa aukin, Ak. 1977, 1-11. - Jónas Jónasson.
„Ódauðleiki og annað líf.“ Skírnir 1915, 44; Islenzkir þjóðhœttir, Rv. 1934,
389, 406, 408, 416, 418-19, 423, 427, 436. - Sigfús Sigfússon. íslenskarþjóðsög-
ur og sagnir. Ný útgáfa. Rv. 1982-1993. II, 3; III, 3-4. - Einar Ól. Sveinsson.
Um íslenzkarþjóðsögur, Rv. 1940, v, 128 og víðar.